logo stort

Tengslanet austfirskra kvenna - T.A.K.  - eru samtök kvenna á Austurlandi. Hlutverk þess er að sameina konur á Austurlandi, efla samstöðu þeirra, þekkingu og samstarf. Með samtakamætti T.A.K. er unnt að styrkja hagsmuni kvenna og efla konur persónulega og á hverjum þeim vettvangi sem þær kjósa, eða hafa kosið að hasla sér völl. Skráið ykkur í T.A.K og takið þátt í skemmtilegum félagsskap ! Allar konur velkomnar!

Póstlisti




Innskráning

  • Afhending hvatningarverðlauna 2011
  • image
  • Stjórn TAK 2009
  • image
  • image
  • image

strik

Fyrirtækjaheimsókn í Heilsueflingu og Heilsuleiðir

271510118Fimmtudaginn 30. október var fyrsta fyrirtækjaheimsókn vetrarins. Heimsótt voru tvö fyrirtæki í eigu kvenna.

 

Fyrst tók Lonneke Van Gastel sjúkraþjálfari og einn af fjórum sérfræðingum landsins í barnasjúkraþjálfun á móti okkur. Lonneke sagði okkur frá því hvernig hún þróaði hugmynd sína um eigin sjúkraþjálfunarstofu á Brautargengisnámskeiði sem haldið var á Egilsstöðum vorið 2013. Hún opnaði stofuna í október sama ár og hefur gengið vel og er ánægð með móttökurnar. Lonneke hefur áhuga á að bæta jafnvel við starfssemina á stofunni og hefur til leigu herbergi fyrir þá sem vilja sinna skyldri starfssemi. Frekari upplýsingar um starfsemina hjá Heilsuleiðum má finna hér.

Næst heimsóttum við Fjólu Hrafnkelsdóttur ÍAK einkaþjálfara sem opnaði í september sl. Heilsueflingu Heilsurækt. Fjóla sagði okkur frá því sem hún býður uppá í stöðinni. Fjölbreytt úrval tíma er í boði CrossFit, Tabata, Interval þjálfun og tímar fyrir þá sem þurfa rólegri líkamsrækt eða þjást af stoðkerfisvanda. Einnig leigir Fjóla Simply Yoga aðstöðu fyrir jógatíma. Nýjasta hugmyndin hjá Heilsueflingu er áskorun sem hefst 10. nóvember og felst í því að þátttakendur greiða gjald sem rennur í pott sem gengur til sigurvegarans í áskorunninni. Því fleiri því stærri pottur. Nánari upplýsingar um Heilsueflingu Heilsurækt er að finna hér.

Að lokum var skundað á Salt þar sem súpa og brauð var á boðstólunum.