Góðan daginn ,
Í byrjun september hélt ný stjórn TAK sinn fund og skipti með sér verkum.
Formaður - Anna Björk Hjaltadóttir
Gjaldkeri - Anna Katrín Svavarsdóttir
Ritari - Þuríður Ragnheiður Sigurjónsdóttir
Meðstjórnendur - Magnfríður Pétursdóttir og Sigrún Þorsteinsdóttir.
Fyrsta verkefni stjórnarinnar er að taka á móti þingeyskum konum í systurfélagi TAK sem kallast Urður. Þær ætla að koma í heimsókn á Austurlandið næsta laugardag (21.sept) og vilja hitta okkur. Þær sem hafa áhuga geta komið og borðað með þeim annað hvort hádegismat eða kvöldmat. Ef þið hafið áhuga á að hitta þær megið þið skrá ykkur fyrir föstudagskvöld á netfangið stjorn@tengslanet.is
Hér er dagskráin þeirra.
09:30 Brottför frá Húsavík með viðkomu við Strax í Mývatnssveit, þar sem konur úr Mývatnssveit bætast í hópinn. Konur úr Þingeyjarsveit pikkaðar upp við Tjörn og Lauga. 12:30 léttur hádegisverður 14:00 Haldið til Reyðarfjarðar þar sem við heimsækjum Fjarðaál og kynnumst starfssemi þeirra Þaðan er haldið til Egilsstaða og við heimsækjum Hús handanna 18:00 Kvöldverður í Gistiheimilinu Egilsstöðum.
Brottför frá Egilsstöðum er áætluð um kl. 21:00
|