Góðan daginn ,
Á aðalfundi TAK í maí á síðasta ári kom upp heilmikil umræða um að efla konur í TAK í að koma fram opinberlega og fá sjálfstraust í að tala fyrir framan myndavélar. Stjórnin hefur því unnið að því að útbúa námskeið sem uppfyllir þessa þörf.
Við erum búnar að skipuleggja helgarnámskeið þar sem fyrri daginn fáum við Eddu Björgvinsdóttir til þess að kenna okkur að koma fram af sjálfsöryggi. Seinni daginn ætla starfsmenn hjá Austurbrú að hjálpa okkur í að fá æfingu í því að tala fyrir framan myndavél.
Námskeiðið verður haldið helgina 1. og 2. mars en staðsetning er ekki enn staðfest. Námskeiðið verður opið öllum konum, en við munum niðurgreiða verðið fyrir félagskonur.
Takið helgina frá fyrir þetta námskeið, við sendum ykkur nánari upplýsingar um staðsetningu og verð þegar það verður komið á hreint.
Nánari upplýsingar um námskeiðið hjá Eddu: http://www.thekkingarmidlun.is/stutt-namskeid/einstaklingurinn/ad-koma-fram-af-sjalfsoryggi/
Fyrir hönd stjórnar TAK,
Anna Björk Hjaltadóttir, formaður TAK
|