Góðan daginn ,
Helgina 1.-2. mars næstkomandi býður TAK upp á námskeið að koma fram opinberlega og í fjölmiðlum. Námskeiðið er opið öllum konum, hvort sem þær eru félagskonur í TAK eða ekki.
Á laugardeginum 1. mars mun hin bráðskemmtilega Edda Björgvinsdóttir kenna okkur að koma fram af sjálfsöryggi. Á sunnudeginum 2. mars mun Björg Björnsdóttir hjá Austurbrú gefa okkur hjálpleg ráð í að koma fram í fjölmiðlum og mögulega fáum við tækifæri til að spreyta okkur fyrir framan myndavélar.
Námskeiðið verður TAK félagskonum að kostnaðarlausu en þær sem eru ekki í félaginu greiða 5.000 kr. fyrir námskeiðið.
Námskeiðið verður haldið í ráðstefnusal á neðri hæð Hótel Héraðs. Á laugardaginn verður byrjað kl. 9 og á sunnudeginum kl. 10. Í boði verður fundarkaffi með meðlæti og hádegismatur.
Á laugardagskvöldinu erum við búnar að fá tilboð í þriggja rétta kvöldverð á 5.800 kr og við hvetjum konur til þess að borða saman og efla tengslin. Einnig erum við búnar að fá tilboð í gistingu hjá Hótel Héraði fyrir þær sem koma lengra að á 13.530 kr. nóttin.
Bókun á námskeiðið og kvöldmatinn fer fram með tölvupósti á annabhjalta@hotmail.com og thury83@msn.com eða í síma 843-7770/6618657. Þær sem vilja bóka gistingu skulu hafa samband beint við Hótel Hérað.
Bóka þarf í seinasta lagi miðvikudaginn 26. febrúar.
Fyrir hönd stjórnar TAK,
Anna Björk Hjaltadóttir
|