Góðan daginn ,
Alcoa Fjarðaál býður TAK konum að kynnast Kathrine Naess sem starfar í fjármálastjórnun álframleiðslu Alcoa í Evrópu. Kathrine verður í heimsókn hjá Fjarðaáli föstudaginn 21. febrúar og ætlar að taka sér tíma til að hitta konur hjá Fjarðaáli og TAK konur og segja frá sjálfri sér og sinni vegferð. Kynningin hjá Kathrine Naess verður kl. 11:30 í skrifstofubyggingu álversins og í boði verður léttur hádegisverður.
Kathrine Naess er fædd í Levanger, Noregi, sem er dæmigerður landbúnaðarbær með 10.000 íbúum í miðjum Noregi. Eftir stúdentspróf fékk hún styrk til að stunda nám í eitt og hálft ár í háskólanum í Missouri í Bandaríkjunum og spila fótbólta. Eftir dvölina í Bandaríkjunum snéri hún aftur til Noregs og tók meistaragríðu í hagfræði við háskólann í Þrándheimi þar sem hún útskrifaðist 2006.
Fyrsta staf Kathrine var greiningarsérfræðingur hjá Elkem álverinu í Mosjoen - en hún hafði aldrei komið til þess bæjar áður. Alcoa keypti svo álframleiðslu hluta verksmiðjunnar af Elkem í apríl 2009 og á sama tíma varð Kathrine fjármálastjóri í Mosjoen. Sæmþættingin og yfirfærslan frá Elkem til Alcoa var erfið en lærdómsrík reynsla fyrir Kathrine. Í júní 2012 fékk hún svo starf í fjármálastjórnun álframleiðslusviðs Alcoa í Evrópu og flutti til Osló.
TAK konur eru velkomnar til Fjarðaáls föstudaginn 21. febrúar kl. 11:30 til að hlusta á og læra af Kathrine Naess.
Ef þið hafið áhuga á að mæta skulið þið skrá ykkur í netfangið annabhjalta@hotmail.com eða í síma 843-7770.
Fyrir hönd TAK og Alcoa Fjarðaáls,
Anna Björk Hjaltadóttir
|