Góðan daginn ,
Eftir námskeiðið sem TAK hélt í byrjun mars sl. í að koma fram opinberlega og í fjölmiðlum kom upp sú hugmynd meðal þeirra sem sóttu námskeiðið að hittast reglulega og æfa sig í að koma fram.
Þær sem sóttu námskeiðið hittust einu sinni í mars til þess að æfa sig og þá var ákveðið að bjóða öllum félagskonum í TAK að taka þátt í þessum æfingum.
Æfingarnar fara þannig fram að við erum með fyrirfram ákveðin málefni fyrir hverja æfingu. Hver og ein stendur upp og segir frá málefninu út frá sínu sjónarhorni í ca. 5-10 mínútur. Eftir það gefur hópurinn endurgjöf á frammistöðu.
Hér er skipulagið fyrir þær framkomu æfingar sem eru framundan:
- 7. apríl. Þema: Kennsla. Hver og ein reynir að kveikja áhuga hinna á einhverju sem hún hefur áhuga, eða sérþekkingu á.
28. apríl. Þema: Atvinnuráðsefna. Við erum á atvinnuráðstefnu og þurfum að segja frá einhverju sem er vel gert á vinnustaðnum okkar og önnur fyrirtæki gætu lært af.
19. maí. Þema: Sveitastjórnarmál. Við erum allar í framboði og erum að berjast fyrir einhverjum málaflokki (t.d. samgöngumál).
Takið dagana endilega frá. Nánari staðsetning og tímasetning verður send út þegar nær dregur.
Fyrir hönd stjórnar TAK, Anna Björk Hjaltadóttir
|