Góðan daginn ,
Dagana 9.-10. maí munu konur í Félagi Kvenna í Atvinnurekstri (FKA) heimsækja Austurland í fyrsta skipti, en ár hvert leggja þær land undir fót og heimsækja konur í atvinnulífinu utan höfuðborgarsvæðisins.
Stjórn TAK aðstoðar FKA við undirbúning heimsóknarinnar.
Drög eru komin að dagskrá heimsóknarinnar en ætlunin er að heimsækja fyrirtæki og konur á fjörðunum föstudaginn 9. maí og laugardaginn 10. maí verða þær á héraði áður en þær fljúga suður.
Ef þið eruð í eigin rekstri og/eða hafið áhuga á því að kynna starfsemi ykkar fyrir konum í FKA í þeim tilgangi að mynda tengsl og kynna starfsemi fyrirtækisins getið þið haft samband við stjórn TAK (stjorn@tengslanet.is) til að skipuleggja heimsókn.
Þær sem hafa áhuga vinsamlegast hafið samband fyrir þriðjudaginn 22. apríl.
Fyrir hönd TAK, Anna Björk Hjaltadóttir
|