Góðan daginn ,
Eins og sagt var frá í tölvupósti sem var sendur út í síðustu viku verður aðalfundur TAK haldinn á Djúpavogi miðvikudaginn 28. maí nk. Ferðin verður einnig nýtt í að heimsækja fyrirtæki á Djúpavogi og skoða starfsemi þeirra.
Sameinast verður í bíla og lagt verður af stað frá Olís á Reyðarfirði kl. 16:30 og N1 á Egilsstöðum kl. 16.45.
Byrjað verður á fyrirtækjaheimsókn um kl. 18. Upp úr kl. 19:30 verður léttur kvöldmatur (súpa og meðlæti) á Hótel Framtíð og eftir það verður aðalfundur haldinn.
Við leitum eftir öflugum konum í næstu stjórn TAK ásamt því að fá konur í að sinna hlutverkum á hefðbundnum aðalfundi (ritari o.þ.h.). Þær sem hafa áhuga geta sent haft samband með tölvupósti á stjorn@tengslanet.is
Við hvetjum allar konur til að heimsækja Djúpavog og mæta á aðalfund TAK. Hvetjum sérstaklega konur á Suðurfjörðunum til að mæta.
Fyrir hönd stjórnar,
Anna Björk Hjaltadóttir, Formaður TAK
|