logo stort

Tengslanet austfirskra kvenna - T.A.K.  - eru samtök kvenna á Austurlandi. Hlutverk þess er að sameina konur á Austurlandi, efla samstöðu þeirra, þekkingu og samstarf. Með samtakamætti T.A.K. er unnt að styrkja hagsmuni kvenna og efla konur persónulega og á hverjum þeim vettvangi sem þær kjósa, eða hafa kosið að hasla sér völl. Skráið ykkur í T.A.K og takið þátt í skemmtilegum félagsskap ! Allar konur velkomnar!

Póstlisti
strik

Content Layouts

Ný stjórn TAK og hvatningarverðlaun

Ný stjórn TAK og hvatningarverðlaun

Aðalfundur Tengslanets austfirskra kvenna var haldinn á Hótel Héraði miðvikudaginn 20. maí. Skýrsla stjórnar, rekstrarreikningur og breytingar á samþykktum voru kynntar, kosið var í stjórn og varastjórn og fráfarandi stjórnarmeðlimir kvaddir.

 
Nýja stjórn skipa: Auður Anna Ingólfsdóttir, Eygló Hrönn Ægisdóttir, Björk Sigurgeirsdóttir, Ingunn Anna Þráinsdóttir og Þórunn Hálfdánardóttir

Hvatningarverðlaun TAK voru veitt í þriðja sinn og fara þau til konu sem hefur sýnt frumkvæði og áræðni í atvinnulífi, menningu og samfélagi. Í ár er handhafi hvatningarverðlaunanna Hrafnhildur Mjöll Geirsdóttir á Reyðarfirði sem rekur fyrirtækið Hrefnuber og Jurtir. Hrafnhildur er vel að slíkri viðurkenningu komin og hlökkum við til að fylgjast með störfum hennar í framtíðinni.

 Tinna Halldórsdóttir sem vinnur að meistaraverkefni sínu um stöðu kvenna í austfirsku samfélagi kynnti verkefnið sitt. Það verkefni er unnið fyrir TAK með styrk frá samfélagssjóði Alcoa. Búist er við að lokaskýrsla liggi fyrir í júlí og verða þá niðurstöður hennar m.a. kynntar á heimasíðu TAK.