logo stort

Tengslanet austfirskra kvenna - T.A.K.  - eru samtök kvenna á Austurlandi. Hlutverk þess er að sameina konur á Austurlandi, efla samstöðu þeirra, þekkingu og samstarf. Með samtakamætti T.A.K. er unnt að styrkja hagsmuni kvenna og efla konur persónulega og á hverjum þeim vettvangi sem þær kjósa, eða hafa kosið að hasla sér völl. Skráið ykkur í T.A.K og takið þátt í skemmtilegum félagsskap ! Allar konur velkomnar!

Póstlisti
strik

Example Pages

Námskeið 26. sept. 2009

Komdu þér á réttan kjöl - Aukinn frítími, sparnaður og betra mataræði.

Námskeiðslýsing: Flestir vilja: eignast meiri tíma, bæta mataræðið, lækka matarkostnað. Snilldarnámskeið fyrir allar konur sem vilja bæta líf sitt og sinna á einfaldan hátt.

Leiðbeinandi: Margrét Reynisdóttir, matvæla- og stjórnunarfræðingur.

Verð: 1000 kr. fyrir TAK konur, 1500 kr. fyrir aðrar konur.

Haldið á Hótel Héraði á Egilsstöðum laugard. 26. september kl. 14-16. Skráning sem allra fyrst hjá ÞNA, www.tna.is - Gjald greitt á staðnum.

ATH. takmarkaður fjöldi kemst að, gómaðu pláss í tíma.