logo stort

Tengslanet austfirskra kvenna - T.A.K.  - eru samtök kvenna á Austurlandi. Hlutverk þess er að sameina konur á Austurlandi, efla samstöðu þeirra, þekkingu og samstarf. Með samtakamætti T.A.K. er unnt að styrkja hagsmuni kvenna og efla konur persónulega og á hverjum þeim vettvangi sem þær kjósa, eða hafa kosið að hasla sér völl. Skráið ykkur í T.A.K og takið þátt í skemmtilegum félagsskap ! Allar konur velkomnar!

Innskráning

strik

Magnfríður Ólöf - Kona októbermánaðar

12179884 10154293826480410 1199816271 nMagnfríður Ólöf Pétursdóttir er kona októbermánaðar. Kona mánaðarins er valin af handahófi úr félagaskrá.

Við hvað starfar þú?

Ég er í fæðingarorlofi en starfa annars sem markaðsstjóri ferðaskrifstofunnar Austurfarar / Travel East. Ég vinn einnig í Myndsmiðjunni og ætla að vinna þar í jólatörninni.

Hver er menntun þín?

Stúdentspróf og allskyns diplómagráður tengdar markaðsmálum, ferðaþjónustu og frumkvöðlafræði.

Hvað skiptir mestu máli í þínu lífi?

Fjölskyldan mín, heilsa okkar og að njóta lífsins í núinu.

 Hvað finnst þér skemmtilegast að gera?

Að eyða tíma með fjölskyldu og vinum, hvort sem það er í góðu matarboði, á leikvelli með börnin, heima yfir kaffibolla, í góðum  göngutúr eða á ferðalagi.

 

Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn á Austurlandi?

Mér þykir alltaf vænt um Hallormsstaðarskóg, endalausa göngustíga, lækjarsprænur og litla fossa.

 Hvað málefni á að setja í forgang á Austurlandi?

Bæta samgöngur og heilbrigðisþjónustu. Gera öllum börnum og unglingum kleift að stunda íþróttir og leggja áherslu á forvarnir. Nýta Egilsstaðaflugvöll betur. 

 Hvaða bók er á náttborðinu hjá þér?

Þær eru nokkrar, Draumalandið og Veganesti eftir Örnu Skúladóttur eru ágætis uppflettirit í fæðingarorlofinu, er að glugga í „Að velja gleði“ eftir Kay Pollak og svo hefur Petite Anglaise eftir Catherine Sanderson legið þar óopnuð í nokkra mánuði því ég ætla alltaf að fara að lesa eitthvað léttmeti.

 Hvað vilt þú sjá á dagskránni hjá TAK?

Áframhald á sjálfstyrkingarnámskeiðum þar sem áherslan er á að hvetja konur til dáða á þeim vettvangi sem þær velja sér.

 

Stígum fram

Untitled

Helgina 7.-8. mars verða Guðrún Bergmann og TAK með námskeið sem er ætlað öllum konum sem vilja verða besta útgáfan af sjálfri sér. Viðfangsefnið er fjölbreytt en byggir að mestu á bókinni Stígum fram (Lean in e. Sheryl Sandberg) sem Guðrún þýddi. Guðrún hefur haldið fjöldan allan af fyrirlestrum og námskeiðum í tengslum við bókina og nú í fyrsta sinn kemur hún á Austurlandið til að efla okkur í að stíga fram og láta í okkur heyra. 

Laugardag 10:30-17:30.

Sunnudag 10-14:30.

Námskeiðið verður á Hótel Héraði á Egilsstöðum.

Verð með hádegismat báða dagana 6000- fyrir félagskonur í TAK og 10.000- fyrir konur utan félags.

Hótel Hérað býður upp á gistingu:

Einn í herbergi með morgunverð á 19.600- (án morgunmats 17.550-).

Tveir í herbergi með morgunverð á 10.825 kr pr nótt.

Tilkynnið þátttöku ykkar á netfangið Þetta netfang er varið fyrir ruslpósti. Þú þarft að virkja Javascript til að sjá það.

Guðrún býður uppá bókina Stígum fram á 1000-. Við viljum gjarnan panta hana fyrir námskeiðið svo ef þið viljið eignast hana og jafnvel lesa fyrir námskeiðið viljum við fá póst frá ykkur fyrir 7. febrúar.

Lesa meira.....

Tækifæri fyrir konur - Kynningarfundir

Tækifæri fyrir konur

Tækifæri fyrir konur

Tækifæri fyrir konur