logo stort

Tengslanet austfirskra kvenna - T.A.K.  - eru samtök kvenna á Austurlandi. Hlutverk þess er að sameina konur á Austurlandi, efla samstöðu þeirra, þekkingu og samstarf. Með samtakamætti T.A.K. er unnt að styrkja hagsmuni kvenna og efla konur persónulega og á hverjum þeim vettvangi sem þær kjósa, eða hafa kosið að hasla sér völl. Skráið ykkur í T.A.K og takið þátt í skemmtilegum félagsskap ! Allar konur velkomnar!

Innskráning

strik

Stígum fram

Untitled

Helgina 7.-8. mars verða Guðrún Bergmann og TAK með námskeið sem er ætlað öllum konum sem vilja verða besta útgáfan af sjálfri sér. Viðfangsefnið er fjölbreytt en byggir að mestu á bókinni Stígum fram (Lean in e. Sheryl Sandberg) sem Guðrún þýddi. Guðrún hefur haldið fjöldan allan af fyrirlestrum og námskeiðum í tengslum við bókina og nú í fyrsta sinn kemur hún á Austurlandið til að efla okkur í að stíga fram og láta í okkur heyra. 

Laugardag 10:30-17:30.

Sunnudag 10-14:30.

Námskeiðið verður á Hótel Héraði á Egilsstöðum.

Verð með hádegismat báða dagana 6000- fyrir félagskonur í TAK og 10.000- fyrir konur utan félags.

Hótel Hérað býður upp á gistingu:

Einn í herbergi með morgunverð á 19.600- (án morgunmats 17.550-).

Tveir í herbergi með morgunverð á 10.825 kr pr nótt.

Tilkynnið þátttöku ykkar á netfangið Þetta netfang er varið fyrir ruslpósti. Þú þarft að virkja Javascript til að sjá það.

Guðrún býður uppá bókina Stígum fram á 1000-. Við viljum gjarnan panta hana fyrir námskeiðið svo ef þið viljið eignast hana og jafnvel lesa fyrir námskeiðið viljum við fá póst frá ykkur fyrir 7. febrúar.

 

Dagskrá námskeiðsins felur í sér

    • Réttindasaga kvenna á Íslandi.
    • Mynstrin okkar og fyrirmyndir.
    • Hvernig stígum við fram og beitum okkur betur?
    • Vinnubrögð sem styrkja velgengi
    • Hin skapandi orka og nýting hennar
    • Að forðast kulnun í starfi

 

Inni á milli hreyfum við okkur, hlæjum og lærum að hugleiða og slaka á.

 

Hlökkum til að sjá ykkur!

Kv.Stjórnin