logo stort

Tengslanet austfirskra kvenna - T.A.K.  - eru samtök kvenna á Austurlandi. Hlutverk þess er að sameina konur á Austurlandi, efla samstöðu þeirra, þekkingu og samstarf. Með samtakamætti T.A.K. er unnt að styrkja hagsmuni kvenna og efla konur persónulega og á hverjum þeim vettvangi sem þær kjósa, eða hafa kosið að hasla sér völl. Skráið ykkur í T.A.K og takið þátt í skemmtilegum félagsskap ! Allar konur velkomnar!

Innskráning

strik

Magnfríður Ólöf - Kona októbermánaðar

12179884 10154293826480410 1199816271 nMagnfríður Ólöf Pétursdóttir er kona októbermánaðar. Kona mánaðarins er valin af handahófi úr félagaskrá.

Við hvað starfar þú?

Ég er í fæðingarorlofi en starfa annars sem markaðsstjóri ferðaskrifstofunnar Austurfarar / Travel East. Ég vinn einnig í Myndsmiðjunni og ætla að vinna þar í jólatörninni.

Hver er menntun þín?

Stúdentspróf og allskyns diplómagráður tengdar markaðsmálum, ferðaþjónustu og frumkvöðlafræði.

Hvað skiptir mestu máli í þínu lífi?

Fjölskyldan mín, heilsa okkar og að njóta lífsins í núinu.

 Hvað finnst þér skemmtilegast að gera?

Að eyða tíma með fjölskyldu og vinum, hvort sem það er í góðu matarboði, á leikvelli með börnin, heima yfir kaffibolla, í góðum  göngutúr eða á ferðalagi.

 

Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn á Austurlandi?

Mér þykir alltaf vænt um Hallormsstaðarskóg, endalausa göngustíga, lækjarsprænur og litla fossa.

 Hvað málefni á að setja í forgang á Austurlandi?

Bæta samgöngur og heilbrigðisþjónustu. Gera öllum börnum og unglingum kleift að stunda íþróttir og leggja áherslu á forvarnir. Nýta Egilsstaðaflugvöll betur. 

 Hvaða bók er á náttborðinu hjá þér?

Þær eru nokkrar, Draumalandið og Veganesti eftir Örnu Skúladóttur eru ágætis uppflettirit í fæðingarorlofinu, er að glugga í „Að velja gleði“ eftir Kay Pollak og svo hefur Petite Anglaise eftir Catherine Sanderson legið þar óopnuð í nokkra mánuði því ég ætla alltaf að fara að lesa eitthvað léttmeti.

 Hvað vilt þú sjá á dagskránni hjá TAK?

Áframhald á sjálfstyrkingarnámskeiðum þar sem áherslan er á að hvetja konur til dáða á þeim vettvangi sem þær velja sér.