logo stort

Tengslanet austfirskra kvenna - T.A.K.  - eru samtök kvenna á Austurlandi. Hlutverk þess er að sameina konur á Austurlandi, efla samstöðu þeirra, þekkingu og samstarf. Með samtakamætti T.A.K. er unnt að styrkja hagsmuni kvenna og efla konur persónulega og á hverjum þeim vettvangi sem þær kjósa, eða hafa kosið að hasla sér völl. Skráið ykkur í T.A.K og takið þátt í skemmtilegum félagsskap ! Allar konur velkomnar!

Innskráning

strik

Aðalfundur TAK 2013

Aðalfundur TAK verður á Hótel Héraði, Egilsstöðum, 30. maí kl. 20:00

 

Dagskrá:

- Hefðbundin aðalfundarstörf

- Kosning stjórnar

       Tillögur og framboð til stjórnarstarfa sendist á Þetta netfang er varið fyrir ruslpósti. Þú þarft að virkja Javascript til að sjá það.Þetta netfang er varið fyrir ruslpósti. Þú þarft að virkja Javascript til að sjá það.Þetta netfang er varið fyrir ruslpósti. Þú þarft að virkja Javascript til að sjá það. fyrir aðalfund

- Hvatningarverðlaun TAK verða afhent!

 

Kaffiveitingar í boði TAK.

 

Opið öllum konum á Austurlandi á meðan húsrúm leyfir!

 

Sjáumst þar!

 

Stjórnin

Fyrirtækjaheimsókn í Alcoa Fjarðaál

Fimmtudaginn 4. apríl verður fyrirtækjaheimsókn TAK til Alcoa Fjarðaáls kl. 17:30.
Farið verður í skoðunarferð um álverið og á eftir verða léttar veitingar í boði í mötuneytinu.


Vinsamlegast skráið ykkur fyrir miðvikudaginn 3. apríl á Þetta netfang er varið fyrir ruslpósti. Þú þarft að virkja Javascript til að sjá það. (ath. við þurfum að vita fjölda fyrir veitingarnar).


Allar konur velkomnar.

 

Sögu staðurinn Tangi á Fáskrúðsfirði

Þriðjudaginn 12. mars kl. 20 mun Tengslanet Austfirskra Kvenna (TAK) í samstarfi við Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga og Berglindi sagnakonu standa fyrir sagna- og samverustund í Tanga á Fáskrúðsfirði.  

Berglind mun leiða okkur um húsið og segja okkur sögu þess auk þess sem farið verður yfir framkvæmdir í miðbæ Fáskrúðsfjarðar samanber endurbyggingu Franska sjúkrahússins.  

Í kjölfarið setjumst við niður og ræðum hugmyndir að framtíðarverkefnum og áherslum í félaginu okkar.  

Stjórnarkonur segja frá reynslu sinni auk þess sem Berglind segir okkur valdar sögur.

 

Hvetjum félagskonur að mæta, fræðast og njóta samvista hver við aðra!

Kínaskák

Nú ætlar TAK að standa fyrir Spilakvöldi mánudaginn 25. febrúar kl. 20 á Hótel Héraði.

Kennd verður Kínaskák spilað með 3. Spilastokkum (ekki ósvipað og Rommý) afar skemmtilegt spil og fljótlært,  fjölmennum tökum með okkur vini og  skemmtum okkur saman.

 

Boðið verður upp á léttar veitingar

 

Vonandi sjáumst við sem flestar

 

Stjórn TAK