logo stort

Tengslanet austfirskra kvenna - T.A.K.  - eru samtök kvenna á Austurlandi. Hlutverk þess er að sameina konur á Austurlandi, efla samstöðu þeirra, þekkingu og samstarf. Með samtakamætti T.A.K. er unnt að styrkja hagsmuni kvenna og efla konur persónulega og á hverjum þeim vettvangi sem þær kjósa, eða hafa kosið að hasla sér völl. Skráið ykkur í T.A.K og takið þátt í skemmtilegum félagsskap ! Allar konur velkomnar!

Innskráning

strik

Félagatal hefur verið opnað !

Félagatal TAK hefur nú verið opnað á vefnum.  Eins og sjá má eru aðeins birt nöfn, staðir og símanúmer, en til að fá nánari upplýsingar þarf að skrá sig inn á vefinn.  Eins og sjá má vantar mikið af upplýsingum inn og vil ég því hvetja allar konur til að nota aðganginn sinn, skrá sig inn og skrá sínar upplýsingar. 

Smellið á Innskráning, þar eru leiðbeiningar varðandi innskráningu og týnd lykilorð.  Dugi það ekki er hægt að senda póst á kerfisstjóra hér.