logo stort

Tengslanet austfirskra kvenna - T.A.K.  - eru samtök kvenna á Austurlandi. Hlutverk þess er að sameina konur á Austurlandi, efla samstöðu þeirra, þekkingu og samstarf. Með samtakamætti T.A.K. er unnt að styrkja hagsmuni kvenna og efla konur persónulega og á hverjum þeim vettvangi sem þær kjósa, eða hafa kosið að hasla sér völl. Skráið ykkur í T.A.K og takið þátt í skemmtilegum félagsskap ! Allar konur velkomnar!

Innskráning

strik

Lífsvefurinn

Lífsvefurinn – sjálfsstyrkingarnám fyrir konur.

lifsvefurLífsvefurinn er nám fyrir konur sem vilja læra að þekkja sjálfar sig betur og ná að vefa hinn margþætta vef lífsins á markvissan hátt í einkalífi og starfi.  Þetta nám hentar afar vel fyrir konur sem í störfum sínum styðja við aðrar konur. 

 

 

 

 

 

 

Markmiðin eru m.a. að:

  • læra að þekkja og virða sjálfa sig;
  • læra að greina og vinna úr því sem er erfitt og setja sér raunhæf markmið;  
  • læra leiðir til skapandi samskipta;  
  • styrkja jákvæða kvenímynd/sjálfsmynd sína;  
  • og þekkja sögu sína, lífsgildi, lífstilgang, rétt sinn og skyldur. 

Námskeiðið er 20 klst. , kostar 25.000,- nánari upplýsingar  eru á www.vanadis.is

Námskeiðið verður haldið á Reyðarfirði eða Egilsstöðum, staðsetning ákveðið í samráði við þátttakendur. 

Tími: 15., 25. og 26.febrúar, kl.18 - 21 ; 27.febrúar kl.10 – 17 og 7.mars kl.14-18 

Leiðbeinandi: Valgerður H. Bjarnadóttir félagsráðgjafi. Hún hefur starfað að málefnum kvenna, kennslu og ráðgjöf í áratugi og hefur fjölþætta reynslu að baki.   

Skráning á nánari upplýsingar hjá ÞNA, www.tna.is eða í síma  471 2838