logo stort

Tengslanet austfirskra kvenna - T.A.K.  - eru samtök kvenna á Austurlandi. Hlutverk þess er að sameina konur á Austurlandi, efla samstöðu þeirra, þekkingu og samstarf. Með samtakamætti T.A.K. er unnt að styrkja hagsmuni kvenna og efla konur persónulega og á hverjum þeim vettvangi sem þær kjósa, eða hafa kosið að hasla sér völl. Skráið ykkur í T.A.K og takið þátt í skemmtilegum félagsskap ! Allar konur velkomnar!

Innskráning

strik

Prjónakaffið farið í vor- og sumarfrí

Sú breyting verður á prjónakaffi TAK að það verður fellt niður fram á sumarið.

Ástæðan er margþætt en TAK vill endilega benda á prjóna- hekl og saumakvöld hjá Rauða krossinum á Egilsstöðum, sjá næstu Dagskrá.

Takk allar saman fyrir samverustundirnar í vetur!
Bestu kveðjur frá TAK.