logo stort

Tengslanet austfirskra kvenna - T.A.K.  - eru samtök kvenna á Austurlandi. Hlutverk þess er að sameina konur á Austurlandi, efla samstöðu þeirra, þekkingu og samstarf. Með samtakamætti T.A.K. er unnt að styrkja hagsmuni kvenna og efla konur persónulega og á hverjum þeim vettvangi sem þær kjósa, eða hafa kosið að hasla sér völl. Skráið ykkur í T.A.K og takið þátt í skemmtilegum félagsskap ! Allar konur velkomnar!

Innskráning

strik

Opinn fundur um jafnréttismál

TAK vill benda á opinn fund um jafnréttismál sem Jafnréttisstofa stendur fyrir hjá Austurbrú,  Búðareyri 1 (Fróðleiksmolanum) 13. nóvember nk.

 

Hvað er að gerast í jafnréttismálum á austurlandi?

Jafnréttisstofa sækir Austurland heim og heldur opna fundi um jafnréttismál

 Fjarðabyggð – þriðjudaginn 13. nóvember 2012 kl. 16-17:30

Austurbrú, Búðareyri 1 (Fróðleiksmolinn) á Reyðarfirði

 

Staða jafnréttismála á Íslandi

Jafnréttisstofa mun kynna stöðu og þróun jafnréttismála á Íslandi. Farið verður yfir helstu atriði jafnréttislaga og rætt um tengsl þeirra við réttindi einstaklinga og skyldur sveitarfélaga og annarra aðila á vinnumarkaði.

Markmið fundarins er að auka þekkingu á  jafnréttismálum og  kynna aðferðir sem notaðar eru til að koma á jafnrétti. Það sýnir sig að í fyrirtækjum og stofnunum sem hafa virka jafnréttisstefnu er betri starfsandi, rekstur og árangur.

 

 

Allir velkomnir


Jafnréttisstofa