logo stort

Tengslanet austfirskra kvenna - T.A.K.  - eru samtök kvenna á Austurlandi. Hlutverk þess er að sameina konur á Austurlandi, efla samstöðu þeirra, þekkingu og samstarf. Með samtakamætti T.A.K. er unnt að styrkja hagsmuni kvenna og efla konur persónulega og á hverjum þeim vettvangi sem þær kjósa, eða hafa kosið að hasla sér völl. Skráið ykkur í T.A.K og takið þátt í skemmtilegum félagsskap ! Allar konur velkomnar!

Innskráning

strik

Vel heppnaður og fjölmennur dagur á Djúpavogi


Húsfyllir var á hönnunar-, handverks- og listahátíðinni sem haldin var á Hótel Framtíð, Djúpavogi á laugardaginn. Mjög áhugavert var að heyra konur segja frá sér og sínum hugmyndum og óhætt er að segja að nokkrir básar hafi verið orðnir frekar tómlegir í lok dags vegna mikils áhuga gesta. Auður Anna Ingólfsdóttir kom inn á það í máli sínu að sýnt væri að þetta yrði árlegur viðburður en væntanlega þurfi að leita að nýju húsnæði til að koma fyrir öllum þeim hugmynda- og hæfileikaríku handverks, og listakonum sem Austurland hefur að geyma.

kjolar1

kjolar2 ..kjolar3

kjolar4

kjolar5

kolar6