logo stort

Tengslanet austfirskra kvenna - T.A.K.  - eru samtök kvenna á Austurlandi. Hlutverk þess er að sameina konur á Austurlandi, efla samstöðu þeirra, þekkingu og samstarf. Með samtakamætti T.A.K. er unnt að styrkja hagsmuni kvenna og efla konur persónulega og á hverjum þeim vettvangi sem þær kjósa, eða hafa kosið að hasla sér völl. Skráið ykkur í T.A.K og takið þátt í skemmtilegum félagsskap ! Allar konur velkomnar!

Innskráning

strik

Innheimta árgjalda

Á næstunni verða greiðsluseðlar vegna árgjalda TAKs sendir til allra skráðra félaga.  Árgjaldið er 2000 kr, auk innheimtukostnaðar.  Í einstaka tilfelli er verið að innheimta tvö ár, þar sem greiðsla vegna síðasta seðils hefur ekki borist.  Hafi ekki borist greiðsla í 2 ár, jafngildir það úrsögn úr félaginu.

Árgjöldin eru undirstaða allrar starfsemi félagsins og því mikilvægt að standa í skilum.

Athugið að þó á greiðsluseðlunum standi Árgjald 2009, er verið að greiða fyrir starfsárið 2009-2010, þ.e. þennan vetur.

Við ætlum okkur að gera margt skemmtilegt í vetur og vonumst eftir góðri þátttöku sem víðast.