logo stort

Tengslanet austfirskra kvenna - T.A.K.  - eru samtök kvenna á Austurlandi. Hlutverk þess er að sameina konur á Austurlandi, efla samstöðu þeirra, þekkingu og samstarf. Með samtakamætti T.A.K. er unnt að styrkja hagsmuni kvenna og efla konur persónulega og á hverjum þeim vettvangi sem þær kjósa, eða hafa kosið að hasla sér völl. Skráið ykkur í T.A.K og takið þátt í skemmtilegum félagsskap ! Allar konur velkomnar!

Innskráning

strik

Munið að skrá ykkur á vefinn !

Til að gera vefinn okkar sem virkastan og að geta flett upp upplýsingum hver um aðra, þurfum við að safna inn þessum upplýsingum. 

Smellið á "Innskráning" og síðan "Register" til að skrá ykkur.  Ef þið hafið þegar verið skráðar, skráið ykkur inn og veljið "Þínar upplýsingar" og uppfærið upplýsingarnar.

Ef ykkur vantar aðstoð eða leiðbeiningar umfram það sem er á netinu, sendið þá fyrirspurn til okkar og við munum aðstoða ykkur við skráningu/uppfærslu upplýsinganna.

Við erum að stofna aðganga fyrir þær sem nú þegar hafa greitt árgjöld og munum halda því áfram eftir því sem innborganirnar tínast inn.  Þær sem eru skráðar inn þannig, fá tilkynningu í tölvupósti um notendanafn og lykilorð og þurfa að skrá sig inn og bæta við upplýsingum s.s.. símanúmerum o.fl.