logo stort

Tengslanet austfirskra kvenna - T.A.K.  - eru samtök kvenna á Austurlandi. Hlutverk þess er að sameina konur á Austurlandi, efla samstöðu þeirra, þekkingu og samstarf. Með samtakamætti T.A.K. er unnt að styrkja hagsmuni kvenna og efla konur persónulega og á hverjum þeim vettvangi sem þær kjósa, eða hafa kosið að hasla sér völl. Skráið ykkur í T.A.K og takið þátt í skemmtilegum félagsskap ! Allar konur velkomnar!

Innskráning

strik

Heimsókn í Hallormsstað

Miðvikudaginn 25. nóvember verður farið í vinnustaðaheimsókn í Hússtjórnarskólann á Hallormsstað og Hótel Hallormsstað.  Katrín Jóhannesdóttir kennari í Hússtjórnarskólanum og fatahönnuður ætlar einnig að sýna okkur fatalínuna sína.

Miðað er við að vera komnar í Hússtjórnarskólann kl. 17:30

Þið sem hafið áhuga, skráið ykkur með því að senda tölvupóst á Þórunni eða hringja í síma 864-4950.

Ath við reynum að sameinast í bíla á flestum stöðum ef áhugi er:
Egilsstaðir - Landsbankinn
Reyðarfjörður - við Molann
Fáskrúðsfjörður - við Café Sumarlínu
Seyðisfjörður - við Samkaup
Norðfjörður - við Olís