Lífsvefurinn
Lífsvefurinn – sjálfsstyrkingarnám fyrir konur.
Lífsvefurinn er nám fyrir konur sem vilja læra að þekkja sjálfar sig betur og ná að vefa hinn margþætta vef lífsins á markvissan hátt í einkalífi og starfi. Þetta nám hentar afar vel fyrir konur sem í störfum sínum styðja við aðrar konur.
Seyðisfjörður 28. janúar
Fimmtudaginn 28. janúar ætla Seyðfirskar konur að taka á móti okkur í Skaftfelli kl. 17:30
Farið verður á einkabílum og við reynum að sameinast í bíla á flestum stöðum ef áhugi er:
Egilsstaðir - Landsbankinn
Reyðarfjörður - við Molann
Fáskrúðsfjörður - við Café Sumarlínu
Seyðisfjörður - við Samkaup
Norðfjörður - við Olís
Prjónakaffið 2. febrúar
Prjónakaffi TAK í Sláturhúsinu 2. febrúar kl. 20:30-22:00
Ásta Ásgeirsdóttir skólastjóri á Reyðarfirði kemur í heimsókn og sýnir okkur sniðugar lausnir í prjóni s.s. að prjóna 2 ermar í einu og fl.
Mætum með prjónablöðin okkar og sýnum hver annarri.
Allar konur velkomnar.
Fyrirhuguð er heimsókn á Seyðisfjörð
Seyðfirskar TAK-konur bjóða okkur til sín fimmtudaginn 28. janúar kl. 17:30. Hist verður í Skaftfelli og þar skoðuð sýningin Fjallahringurinn. Síðan verður kaffi á Hótel Öldunni, stílisti og Gleymméreisystur hitta okkur þar.
Allar konur velkomnar, hvort sem þær eru í TAK eða ekki.
Skráið þátttöku á netfangið Þetta netfang er varið fyrir ruslpósti. Þú þarft að virkja Javascript til að sjá það.