logo stort

Tengslanet austfirskra kvenna - T.A.K.  - eru samtök kvenna á Austurlandi. Hlutverk þess er að sameina konur á Austurlandi, efla samstöðu þeirra, þekkingu og samstarf. Með samtakamætti T.A.K. er unnt að styrkja hagsmuni kvenna og efla konur persónulega og á hverjum þeim vettvangi sem þær kjósa, eða hafa kosið að hasla sér völl. Skráið ykkur í T.A.K og takið þátt í skemmtilegum félagsskap ! Allar konur velkomnar!

Innskráning

strik

Félagatal hefur verið opnað !

Félagatal TAK hefur nú verið opnað á vefnum.  Eins og sjá má eru aðeins birt nöfn, staðir og símanúmer, en til að fá nánari upplýsingar þarf að skrá sig inn á vefinn.  Eins og sjá má vantar mikið af upplýsingum inn og vil ég því hvetja allar konur til að nota aðganginn sinn, skrá sig inn og skrá sínar upplýsingar. 

Smellið á Innskráning, þar eru leiðbeiningar varðandi innskráningu og týnd lykilorð.  Dugi það ekki er hægt að senda póst á kerfisstjóra hér.

Heimsókn í Hallormsstað

Miðvikudaginn 25. nóvember verður farið í vinnustaðaheimsókn í Hússtjórnarskólann á Hallormsstað og Hótel Hallormsstað.  Katrín Jóhannesdóttir kennari í Hússtjórnarskólanum og fatahönnuður ætlar einnig að sýna okkur fatalínuna sína.

Miðað er við að vera komnar í Hússtjórnarskólann kl. 17:30

Þið sem hafið áhuga, skráið ykkur með því að senda tölvupóst á Þórunni eða hringja í síma 864-4950.

Ath við reynum að sameinast í bíla á flestum stöðum ef áhugi er:
Egilsstaðir - Landsbankinn
Reyðarfjörður - við Molann
Fáskrúðsfjörður - við Café Sumarlínu
Seyðisfjörður - við Samkaup
Norðfjörður - við Olís

 

Munið að skrá ykkur á vefinn !

Til að gera vefinn okkar sem virkastan og að geta flett upp upplýsingum hver um aðra, þurfum við að safna inn þessum upplýsingum. 

Smellið á "Innskráning" og síðan "Register" til að skrá ykkur.  Ef þið hafið þegar verið skráðar, skráið ykkur inn og veljið "Þínar upplýsingar" og uppfærið upplýsingarnar.

Ef ykkur vantar aðstoð eða leiðbeiningar umfram það sem er á netinu, sendið þá fyrirspurn til okkar og við munum aðstoða ykkur við skráningu/uppfærslu upplýsinganna.

Við erum að stofna aðganga fyrir þær sem nú þegar hafa greitt árgjöld og munum halda því áfram eftir því sem innborganirnar tínast inn.  Þær sem eru skráðar inn þannig, fá tilkynningu í tölvupósti um notendanafn og lykilorð og þurfa að skrá sig inn og bæta við upplýsingum s.s.. símanúmerum o.fl.

 

Innheimta árgjalda

Á næstunni verða greiðsluseðlar vegna árgjalda TAKs sendir til allra skráðra félaga.  Árgjaldið er 2000 kr, auk innheimtukostnaðar.  Í einstaka tilfelli er verið að innheimta tvö ár, þar sem greiðsla vegna síðasta seðils hefur ekki borist.  Hafi ekki borist greiðsla í 2 ár, jafngildir það úrsögn úr félaginu.

Árgjöldin eru undirstaða allrar starfsemi félagsins og því mikilvægt að standa í skilum.

Athugið að þó á greiðsluseðlunum standi Árgjald 2009, er verið að greiða fyrir starfsárið 2009-2010, þ.e. þennan vetur.

Við ætlum okkur að gera margt skemmtilegt í vetur og vonumst eftir góðri þátttöku sem víðast.