logo stort

Tengslanet austfirskra kvenna - T.A.K.  - eru samtök kvenna á Austurlandi. Hlutverk þess er að sameina konur á Austurlandi, efla samstöðu þeirra, þekkingu og samstarf. Með samtakamætti T.A.K. er unnt að styrkja hagsmuni kvenna og efla konur persónulega og á hverjum þeim vettvangi sem þær kjósa, eða hafa kosið að hasla sér völl. Skráið ykkur í T.A.K og takið þátt í skemmtilegum félagsskap ! Allar konur velkomnar!

Innskráning

strik

Vorinu fylgir Aðalfundur TAK

Vorinu fylgir Aðalfundur TAK


Dagskrá fundar:


1.  Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins og rekstur þess á liðnu starfsári.
2.  Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár kynntur.
3.  Breytingar á samþykkum félagsins.
4.  Umræður um skýrslu stjórnar, ársreikning og afgreiðsla þeirra.
5.  Kosning stjórnar og tveggja skoðunarmanna.
6.  Önnur mál
7.  Afhending hvatningarverðlauna. 

Námskeið 26. sept. 2009

Komdu þér á réttan kjöl - Aukinn frítími, sparnaður og betra mataræði.

Námskeiðslýsing: Flestir vilja: eignast meiri tíma, bæta mataræðið, lækka matarkostnað. Snilldarnámskeið fyrir allar konur sem vilja bæta líf sitt og sinna á einfaldan hátt.

Leiðbeinandi: Margrét Reynisdóttir, matvæla- og stjórnunarfræðingur.

Verð: 1000 kr. fyrir TAK konur, 1500 kr. fyrir aðrar konur.

Haldið á Hótel Héraði á Egilsstöðum laugard. 26. september kl. 14-16. Skráning sem allra fyrst hjá ÞNA, www.tna.is - Gjald greitt á staðnum.

ATH. takmarkaður fjöldi kemst að, gómaðu pláss í tíma.

Vel heppnaður og fjölmennur dagur á Djúpavogi


Húsfyllir var á hönnunar-, handverks- og listahátíðinni sem haldin var á Hótel Framtíð, Djúpavogi á laugardaginn. Mjög áhugavert var að heyra konur segja frá sér og sínum hugmyndum og óhætt er að segja að nokkrir básar hafi verið orðnir frekar tómlegir í lok dags vegna mikils áhuga gesta. Auður Anna Ingólfsdóttir kom inn á það í máli sínu að sýnt væri að þetta yrði árlegur viðburður en væntanlega þurfi að leita að nýju húsnæði til að koma fyrir öllum þeim hugmynda- og hæfileikaríku handverks, og listakonum sem Austurland hefur að geyma.

Lesa meira.....

Ný stjórn TAK og hvatningarverðlaun

Ný stjórn TAK og hvatningarverðlaun

Aðalfundur Tengslanets austfirskra kvenna var haldinn á Hótel Héraði miðvikudaginn 20. maí. Skýrsla stjórnar, rekstrarreikningur og breytingar á samþykktum voru kynntar, kosið var í stjórn og varastjórn og fráfarandi stjórnarmeðlimir kvaddir.

 
Nýja stjórn skipa: Auður Anna Ingólfsdóttir, Eygló Hrönn Ægisdóttir, Björk Sigurgeirsdóttir, Ingunn Anna Þráinsdóttir og Þórunn Hálfdánardóttir

Hvatningarverðlaun TAK voru veitt í þriðja sinn og fara þau til konu sem hefur sýnt frumkvæði og áræðni í atvinnulífi, menningu og samfélagi. Í ár er handhafi hvatningarverðlaunanna Hrafnhildur Mjöll Geirsdóttir á Reyðarfirði sem rekur fyrirtækið Hrefnuber og Jurtir. Hrafnhildur er vel að slíkri viðurkenningu komin og hlökkum við til að fylgjast með störfum hennar í framtíðinni.

 Tinna Halldórsdóttir sem vinnur að meistaraverkefni sínu um stöðu kvenna í austfirsku samfélagi kynnti verkefnið sitt. Það verkefni er unnið fyrir TAK með styrk frá samfélagssjóði Alcoa. Búist er við að lokaskýrsla liggi fyrir í júlí og verða þá niðurstöður hennar m.a. kynntar á heimasíðu TAK.