logo stort

Tengslanet austfirskra kvenna - T.A.K.  - eru samtök kvenna á Austurlandi. Hlutverk þess er að sameina konur á Austurlandi, efla samstöðu þeirra, þekkingu og samstarf. Með samtakamætti T.A.K. er unnt að styrkja hagsmuni kvenna og efla konur persónulega og á hverjum þeim vettvangi sem þær kjósa, eða hafa kosið að hasla sér völl. Skráið ykkur í T.A.K og takið þátt í skemmtilegum félagsskap ! Allar konur velkomnar!

Innskráning

strik

Ráðstefna um stöðu og viðhorf kvenna á Austurlandi

Ráðstefna um stöðu og viðhorf kvenna á Austurlandi

í Fróðleiksmolanum á Reyðarfirði 1. október kl. 20:00.

Einstaklega áhugaverð ráðstefna þar sem kynnt verður rannsókn Tinnu Halldórsdóttur

„Hér eiga allir sínar eigin pumpur“

- Rannsókn á stöðu og viðhorfum kvenna á Austurlandi

 

Í þessari rannsókn sem unnin var fyrir Tengslanet austfirskra kvenna koma fram niðurstöður á viðtalsrannsókn sem unnin var vorið 2009. Rætt var við austfirskar konur um fjölmarga þætti í nærsamfélagi þeirra og viðhorf þeirra og hugmyndir teknar saman.

Umræður og léttar veitingar.

Allar konur velkomnar, ekkert þátttökugjald.

Tilkynning!

Fyrir konur sem fara frá Egilsstöðum á Djúpavog á listakynninguna: Það verður brottför stundvíslega frá Hótel Héraði kl 10:30 fyrir þær sem vilja sameinast í bíla.

Kynningar á listakonunum á Djúpavogi

Handverk úr grjóti og hrosshári
Árnína Guðjónsdóttir, Hornafjörður  http://ninagud.123.is


Leirlist

Nanný, Hornafjörður


Tösku- og fylgihluta hönnun og framleiðsla

Ágústa Margrét Arnardóttir, Djúpivogur  www.gustadesign.is


Handverk úr lopa
Kvennasmiðjan, Djúpivogur


Ás handverkshús og Handverk úr lopa, garni og fl.
Guðlaug Gunnlaugsdóttir, Breiðdalsvík

Handverk úr silfri- járni og fl.
Helga Melsted, Breiðdalsvík


Textíllistakona, handmáluð sjöl úr silki og þæfðri ull.

Sólrún Friðriksdóttir, Stöðvarfjörður  www.123.is/solrun.frid


Handverk úr keramik og leir, handmótaðir fuglar.
Rósa Valtingojer, Stöðvarfjörður

Handunnið silfurskart og Salthúsmarkaðurinn
Þóranna Snorradóttir, Stöðvarfjörður

Handunnin náttúru smyrsli
Ingibjörg Eyþórsdóttir, Stöðvarfjörður


Sagnalist
Berglind Ósk Agnarsdóttir, Fáskrúðsfjörður


Handverk úr leir og ull
Theodóra Alfreðsdóttir, Neskaupsstaður  http://skorrahestar.123.is


Listasmiðjan Þórsmörk
Anna Bjarnadóttir, Neskaupsstaður


Glerlist
Kata, Eskifjörður


Hrefnuber og jurtir, handgerðar sultur
Hrafnhildur M. Geirsdóttir, Reyðarfjörður

Hárskraut hönnun og framleiðsla
Esther Ösp Gunnarsdóttir, Reyðarfjörður  www.harspangir.com


Ullarvinnsla frú Láru, þæfð ull
Þórdís Bergsdóttir, Seyðisfjörður


Myndlist
Ólöf Björk Bragadóttir, Egilsstaðir

Grafísk hönnun og bókagerð
Ingunn Þráinsdóttir, Egilsstaðir  www.heradsprent.is


Tónlist
.
Agnes Brá Birgisdóttir, Egilsstaðir  www.warenmusic.com  


Myndlist og fleira
Íris Lind, Egilsstaðir


Ljósmyndun og þrykk
.
Sandra Jónsdóttir, Fellabær

 

Fatahönnun og framleiðsla
Katrin Jóhannsdóttir, Egilsstaðir  www.katy.is


Handverk úr hreindýraleðri
Ólafía Sigmarsdóttir, Klaustursel


Prjónuð sjöl og handstúkur úr hreindýraleðri
Hólmfríður Ófeigsdóttir, Vopnafjörður

Prjónakaffi

Kæru TAK konur.

Nú fer hauststarfið að fara í fullan gang og hefjum við haustdagskrána með prjónakaffi í samstarfi við vegaHÚSIÐ í Sláturhúsi Menningarsetri á Egilsstöðum þann 16. sept. nk. kl. 20:30.

Allar konur eru hvattar til að mæta með það sem þær eru með á prjónunum. Nýgræðingar í prjónaskap sérstaklega velkomnir.

Enginn aðgangseyrir. Kaffi og súkkulaði til sölu í húsinu.

Ef undirtektir verða góðar gæti þetta orðið fastur liður í haust.

Prjónum okkur inn í haustið og hittumst sem flestar í Sláturhúsinu þann 16. september.