Golf - Fljótsdalshérað
Golf - Fljótsdalshérað
Þann 22-26 júní nk. kl. 19:30 - 21:00 verður haldið kvennanámskeið í golfi í Golfskálanum Ekkjufelli á Fljótsdalshéraði.
Sjá nánar í atburðadagatali.
Heimsókn í Vélsmiðjuna Hamar
Fyrirtækjaheimsókn TAK í Vélsmiðjuna HAMAR á Eskifirði Miðvikud. 21. október kl. 17:00.
Eiríkur framkvæmdastjóri tekur vel á móti okkur og sýnir okkur fyrirtækið sem er mjög karllægt þar sem aðeins 1 kona vinnur þar.
Það verður gaman að sjá hvað þeir gera í svona vélsmiðju!
Skráning hjá Ingunni í síma 899 5715, ekkert þátttökugjald.
Ath við reynum að sameinast í bíla á flestum stöðum:
Egilsstaðir - Landsbankinn
Reyðarfjörður - við Molann
Fáskrúðsfjörður - við Café Sumarlínu
Seyðisfjörður - við Samkaup
Norðfjörður - við Olís
Kvennaferð á Blönduós
Við TAK konur munum fjölmenna á Blönduós þann 19. Júní n.k. til að styðja við stofnun systursamtaka okkar á NA landi.
Allir sem hafa tök á að taka þátt eru beðnir að hafa samband við Þetta netfang er varið fyrir ruslpósti. Þú þarft að virkja Javascript til að sjá það. og skrá sig. Leitast verður við að sameina í bíla. Áætluð brottför er um hádegi á föstudegi og heimkoma um miðjan dag á laugardegi.
Prjónakaffi TAK og vegaHÚSSINS
Prjónakaffi TAK og vegaHÚSSINS í Sláturhúsinu á Egilsstöðum verður eftirfarandi daga fram að jólum: (geymið þessar upplýsingar hjá ykkur)
þriðjud. 13. okt. kl. 20:30.
þriðjud. 27. okt. kl. 20:30.
þriðjud. 10. nóv. kl. 20:30.
þriðjud. 24. nóv. kl. 20:30.
þriðjud. 8. des. kl. 20:30.
þriðjud. 22. des. kl. 20:30.
Allar konur á öllum aldri innilega velkomnar. Enginn aðgangseyrir.
Nýgræðingar alltaf velkomnir.
Við reynum alltaf að hafa eitthvað að skoða og kynna á hverju prjónakvöldi.
vegaHÚSIÐ selur nettar kaffiveitingar.