logo stort

Tengslanet austfirskra kvenna - T.A.K.  - eru samtök kvenna á Austurlandi. Hlutverk þess er að sameina konur á Austurlandi, efla samstöðu þeirra, þekkingu og samstarf. Með samtakamætti T.A.K. er unnt að styrkja hagsmuni kvenna og efla konur persónulega og á hverjum þeim vettvangi sem þær kjósa, eða hafa kosið að hasla sér völl. Skráið ykkur í T.A.K og takið þátt í skemmtilegum félagsskap ! Allar konur velkomnar!

Innskráning

strik

Ráðstefna um Fjölbreytni í stjórnum

Stjórn TAK vill benda á ráðstefnu sem verður haldin 5. febrúar í Norðurljósasal Hörpu og er á vegum Háskólans í Reykjavík. Ráðstefnan hefur ber yfirskriftina Fjölbreytni í stjórnum - Erum við á réttri leið. Hér er hægt að sjá nánari upplýsingar um ráðstefnuna.

Opinn fundur um jafnréttismál

TAK vill benda á opinn fund um jafnréttismál sem Jafnréttisstofa stendur fyrir hjá Austurbrú,  Búðareyri 1 (Fróðleiksmolanum) 13. nóvember nk.

 

Hvað er að gerast í jafnréttismálum á austurlandi?

Jafnréttisstofa sækir Austurland heim og heldur opna fundi um jafnréttismál

 Fjarðabyggð – þriðjudaginn 13. nóvember 2012 kl. 16-17:30

Austurbrú, Búðareyri 1 (Fróðleiksmolinn) á Reyðarfirði

 

Staða jafnréttismála á Íslandi

Jafnréttisstofa mun kynna stöðu og þróun jafnréttismála á Íslandi. Farið verður yfir helstu atriði jafnréttislaga og rætt um tengsl þeirra við réttindi einstaklinga og skyldur sveitarfélaga og annarra aðila á vinnumarkaði.

Markmið fundarins er að auka þekkingu á  jafnréttismálum og  kynna aðferðir sem notaðar eru til að koma á jafnrétti. Það sýnir sig að í fyrirtækjum og stofnunum sem hafa virka jafnréttisstefnu er betri starfsandi, rekstur og árangur.

 

 

Allir velkomnir


Jafnréttisstofa

Fyrirtækjaheimsókn í Fjarðaál

Fyrirhuguð er heimsókn TAK kvenna í Fjarðaál fimmtudaginn 8. nóvember n.k. kl. 17:30.

Farið verður í skoðunarferð um álverið. Eftir hana verður boðið upp á léttar veitingar í mötuneyti Fjarðaáls þar sem verður farið starfsemina á léttum nótum.

 

Gert er ráð fyrir að konur sameinist í bíla á eftirfarandi stöðum:

Egilsstaðir: Gamla tjaldstæðið kl. 17:00

Neskaupstaður: Olís kl. 17:00

Fáskrúðsfjörður: Shell kl. 17:15

 

Vinsamlegast skráið ykkur með tölvupósti í netfangið Þetta netfang er varið fyrir ruslpósti. Þú þarft að virkja Javascript til að sjá það.">Þetta netfang er varið fyrir ruslpósti. Þú þarft að virkja Javascript til að sjá það. eða Þetta netfang er varið fyrir ruslpósti. Þú þarft að virkja Javascript til að sjá það.">Þetta netfang er varið fyrir ruslpósti. Þú þarft að virkja Javascript til að sjá það.

 

Kveðja Stjórnin

Minnum á haustferðina í Skálanes

Stjórnin vill minna á haustferðina í Skálanes í Seyðisfirði núna á föstudaginn. Síðasti séns að skrá sig er á morgun, fimmtudag kl. 12.

Skráning í síma 843-7770 eða með tölvupósti Þetta netfang er varið fyrir ruslpósti. Þú þarft að virkja Javascript til að sjá það.

Kveðja, stjórnin