logo stort

Tengslanet austfirskra kvenna - T.A.K.  - eru samtök kvenna á Austurlandi. Hlutverk þess er að sameina konur á Austurlandi, efla samstöðu þeirra, þekkingu og samstarf. Með samtakamætti T.A.K. er unnt að styrkja hagsmuni kvenna og efla konur persónulega og á hverjum þeim vettvangi sem þær kjósa, eða hafa kosið að hasla sér völl. Skráið ykkur í T.A.K og takið þátt í skemmtilegum félagsskap ! Allar konur velkomnar!

Innskráning

strik

TAK-konur

Lísa Lotta Björnsdóttir- Kona nóvembermánaðar

Kona nóvembermánaðar hjá Tengslanet austfirskra kvenna (TAK)  er Lísa Lotta Björnsdóttir.  Kona mánaðarins hjá TAK er valin er af handahófi hverju sinni úr félagaskrá.

Við hvað starfar þú?

Lsa Lotta

Ég starfa sem þjónustustjóri hjá Sesam Brauðhús.

Hver er menntun þín?

Ég er leikskólakennari og með M.Ed gráðu í stjórnun menntastofnanna.

Hvað skiptir mestu máli í þínu lífi?

Fjölskyldan mín, hún sé heilbrigð og henni líði sem allra best.

Hvað finnst þér skemmtilegast að gera?

Elda góðan mat fyrir fjölskylduna og vini. Finnst líka ótrúlega gaman að leika mér á fjórhjólum þá sjaldans maður kemst í þau.

Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn á Austurlandi?

Þeir eru eiginlega tveir, get ekki valið á milli. Annar er Hádegisfjallið, yndislega fallegt og gefur manni endalausa orku, ekki amalegt að hafa þetta dásamlega fjall sem part af útsýninu dags daglega. Hinn staðurinn er norðurdalurinn í Fljótsdal, dásamlegt að komast þangað í kyrrðina og sveitasæluna.

Hvað málefni á að setja í forgang á Austurlandi?

Fjölbreyttari tómstundir fyrir börn og fleiri atvinnutækifæri eða möguleika á nýsköpunartækifærum fyrir konur.

Hvaða bók er á náttborðinu hjá þér?

Hellaþjóðin og Fiskur!

Hvað vilt þú sjá á dagskránni hjá TAK? 

Það er svo margt spennandi hægt að gera og fullt af námskeiðum sem mig persónulega myndi langa á. Mætti þar nefna námskeið í framsögn og fundastjórn, og námskeið í að koma góðri hugmynd í framkvæmd.