logo stort

Tengslanet austfirskra kvenna - T.A.K.  - eru samtök kvenna á Austurlandi. Hlutverk þess er að sameina konur á Austurlandi, efla samstöðu þeirra, þekkingu og samstarf. Með samtakamætti T.A.K. er unnt að styrkja hagsmuni kvenna og efla konur persónulega og á hverjum þeim vettvangi sem þær kjósa, eða hafa kosið að hasla sér völl. Skráið ykkur í T.A.K og takið þátt í skemmtilegum félagsskap ! Allar konur velkomnar!

Innskráning

strik

TAK-konur

Hólmfríður Ófeigsdóttir-kona febrúarmánaðar

Kona febrúarmánaðar hjá Tengslanet austfirskra kvenna (TAK)  er Hómfríður Ófeigsdóttir. Kona mánaðarins hjá TAK er valin er af handahófi hverju sinni úr félagaskrá.Holmfridur Ofeigsdottir

1. Við hvað starfar þú?

Ég er bóndi og handverkskona á Búastöðum í Vesturárdal í Vopnafirði.

2. Hver er menntun þín?

Ég er með húsmæðraskólapróf.

3. Hvað skiptir mestu máli í þínu lífi?

Það eru fjölskyldan mín og af sjálfsögðu heilsan.

4. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera?

Ég hef mjög gaman að handavinnu eins og að prjóna. Einnig finnst mér gaman að lesa vera úti í náttúrunni og að grúska í gömlum skjölum.

5. Hver er uppáhalds staðurinn þinn hér á Austurlandi?

Vesturárdalur.

6. Hvaða málefni á að setja í forgang hér á Austurlandi?

Það eru almenningssamgöngur númre 1,2 og 3. Sem d´mi hefur nýji vegurinn sem var tekin í notkun í Vopnafirði í haust lítið sem ekkert verið opnaður vegna peningaskorts. 

7. Hvaða bók er á náttborðinu hjá þér?

Frauen Fische Fjorde eftir Anne Siegel.

8. hvað vilt þú sjá á dagskránni hjá TAK?

Fyrirtækjaheimsókn í Vopnafjörð og þá í fyrirtæki kvenna.