logo stort

Tengslanet austfirskra kvenna - T.A.K.  - eru samtök kvenna á Austurlandi. Hlutverk þess er að sameina konur á Austurlandi, efla samstöðu þeirra, þekkingu og samstarf. Með samtakamætti T.A.K. er unnt að styrkja hagsmuni kvenna og efla konur persónulega og á hverjum þeim vettvangi sem þær kjósa, eða hafa kosið að hasla sér völl. Skráið ykkur í T.A.K og takið þátt í skemmtilegum félagsskap ! Allar konur velkomnar!

Innskráning

strik

TAK-konur

Bergljót Georgsdóttir kona maímánaðar

Bergljot Georgsdottir

Kona maímánaðar hjá Tengslanet austfirskra kvenna (TAK)  er Bergljót Georgsdóttir gjaldkeri.  Kona mánaðarins hjá TAK er valin er af handahófi hverju sinni úr félagaskrá.

 

Við hvað starfar þú? 

Gjaldkeri hjá Landsbankanum á Egilsstöðum

Hver er menntun þín?  

Stúdentspróf, ætlaði að verða kennari og fór í KÍ,leit við í Háskólann Akureyri, Máttur kvenna á Bifröst, ýmis námskeið tengd vinnu og áhuga. Svo og skóli lífsins.

 

Hvað skiptir mestu máli í þínu lífi? Strákarnir mínir þrír ásamt allri stórfjölskyldunni og vinum . Svo er mjög mikilvægt að hafa góða heilsu.

 

Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Allskonar föndur, handavinna, garðurinn, göngur, fjórhjólaferðir með manninum og bara að vera til!

 

Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn á Austurlandi? Eskifjörður, Borgafjörður eystri og nágrenni get bara ekki valið úr stöðum.

 

Hvað málefni á að setja í forgang á Austurlandi? Samgöngumál og allt sem tengist börnum og unglingum.

 

Hvaða bók er á náttborðinu hjá þér? Orð eru álög. Höf: Sigríður Klingenberg.

 

Hvað vilt þú sjá á dagskránni hjá TAK? Áframhaldandi góða dagskrá, gönguferðir, fyrirtækja heimsóknir, allskonar námskeið til að efla konur.