logo stort

Tengslanet austfirskra kvenna - T.A.K.  - eru samtök kvenna á Austurlandi. Hlutverk þess er að sameina konur á Austurlandi, efla samstöðu þeirra, þekkingu og samstarf. Með samtakamætti T.A.K. er unnt að styrkja hagsmuni kvenna og efla konur persónulega og á hverjum þeim vettvangi sem þær kjósa, eða hafa kosið að hasla sér völl. Skráið ykkur í T.A.K og takið þátt í skemmtilegum félagsskap ! Allar konur velkomnar!

Innskráning

strik

TAK-konur

Sigríður Bragadóttir - TAK kona mánaðarins

Kona októbermánaðar hjá Tengslaneti austfirskra kvenna (TAK)  er Sigríður Bragadóttir sauðfjár- og ferðaþjónustubóndi.  Kona mánaðarins hjá TAK er valin er af handahófi hverju sinni úr félagaskrá.

 

Við hvað starfar þú?   Er sauðfjár- og ferðaþjónustu bóndi.

Hver er menntun þín? Tvö ár í VÍ og skóli lífsins.

Hvað skiptir mestu máli í þínu lífi?  Fjölskylda mín og góð heilsa.

 

Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Ferðast 

Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn á Austurlandi? Ætli það sé ekki torfan sem ég bý á! 

Hvaða málefni á að setja í forgang á Austurlandi?  Háhraðanet með ljósleiðara, samgöngumál,  ferðamál,  nýta Egilsstaðaflugvöll fyrir ferðaþjónustuna. 

Hvaða bók er á náttborðinu hjá þér? Múlaþing 

Hvað vilt þú sjá á dagskránni hjá TAK?  Á erfitt með að tjá mig um það. Hef lítið getað verið með sökum fjarlægðar og hef þar af leiðandi ekki fylgst nógu vel með dagskránni.