logo stort

Tengslanet austfirskra kvenna - T.A.K.  - eru samtök kvenna á Austurlandi. Hlutverk þess er að sameina konur á Austurlandi, efla samstöðu þeirra, þekkingu og samstarf. Með samtakamætti T.A.K. er unnt að styrkja hagsmuni kvenna og efla konur persónulega og á hverjum þeim vettvangi sem þær kjósa, eða hafa kosið að hasla sér völl. Skráið ykkur í T.A.K og takið þátt í skemmtilegum félagsskap ! Allar konur velkomnar!

Innskráning

strik

TAK-konur

Heiður Vigfúsdóttir TAK kona febrúar 2015

Kona febrúarmánaðar hjá Tengslanet austfirskra kvenna (TAK)  er Heiður Vigfúsdóttir.  Kona mánaðarins hjá TAK er valin er af handahófi hverju sinni úr félagaskrá.

 

1. Við hvað starfar þú?
Framkvæmdastjóri og eigandi Austurfarar / Travel Eastheidur profile traveleast
2. Hver er menntun þín?
Graduate certificate in business, applied finance. QUT, Brisbane Ástralía
MA Alþjóðasamskipti HÍ
Bs í viðskiptafræði H.Í
3. Hvað skiptir mestu máli í þínu lífi?
Fjölskyldan mín
4. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera?
Fyrir 6 árum hefði ég svarað eftirfarandi: ferðast, skíða í ótroðnum brekkum, fallhlífarstökk, ævintýraköfun og dansa salsa. Í dag held ég að samvera með fjölskyldunni minni slái þetta allt út 
5. Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn á Austurlandi? Skíðasvæðin
6. Hvað málefni á að setja í forgang á Austurlandi?
Tengja sem flestar byggðir hér með göngum og gera svæðið að einu skilvirkku atvinnusvæði.
7. Hvaða bók er á náttborðinu hjá þér?
Það hefur ekki verið bók á náttborðinu mínu í mörg ár. Sofna mjög fljótt eftir að ég leggst á koddann 
8. Hvað vilt þú sjá á dagskránni hjá TAK?
Þyrfti að kynna mér betur hvað hefur verið fram til þessa. Ég kunni vel að meta námskeiðið með Eddu Björgvins og ég held að fleira í þeim dúr væri alltaf vel þegið.