logo stort

Tengslanet austfirskra kvenna - T.A.K.  - eru samtök kvenna á Austurlandi. Hlutverk þess er að sameina konur á Austurlandi, efla samstöðu þeirra, þekkingu og samstarf. Með samtakamætti T.A.K. er unnt að styrkja hagsmuni kvenna og efla konur persónulega og á hverjum þeim vettvangi sem þær kjósa, eða hafa kosið að hasla sér völl. Skráið ykkur í T.A.K og takið þátt í skemmtilegum félagsskap ! Allar konur velkomnar!

Innskráning

strik

TAK-konur

Bergrún A. Þorsteinsdóttir - Kona febrúar 2013

beggaadbora

 

 

Kona febrúarmánaðar hjá Tengslanet austfirskra kvenna (TAK) er Bergrún A. Þorsteinsdóttir aðstoðarskógarvörður, frumkvöðull og einn eigenda fyrirtækisins Holt og heiðar ehf. sem framleiðir vörur úr hráefni skógarins, sjá nánar á www.holtogheidar.is. Bergrún er búsett á Hallormsstað.

 

Kona mánaðarins hjá TAK er valin af handahófi hverju sinni úr félagaskrá.

 


1. Við hvað starfar þú? Er aðstoðarskógarvörður hjá Skógrækt ríkisins Hallormsstað. Síðan er ég ein þriggja eigenda að Holti og heiðum ehf. á Hallormsstað
www.holtogheidar.is

2. Hver er menntun þín? Hússtjórnarskólagengin og garðyrkjufræðingur frá Reykjum.

3. Hvað skiptir mestu máli í lífi þínu? Dóttir mín og fjölskyldan. Skógurinn, öræfin og heilsan.

4. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Vera úti í náttúrunni, njóta hennar og vinnan sem tengist henni. Vera með góða peysu á prjónunum.

5.
Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn á Austurlandi? Skógurinn og öræfin. Það eru margar perlur sem við eigum hér á Austurlandi, ef ég ætti að velja væri Arnadalur, Hallormsstaður og  Möðrudalur efst á listanum.

6.
Hvaða málefni á að setja í forgang á Austurlandi? Efla atvinnu í skógrækt en eftir kreppu hafa mörg störf glatast þar.

7.
Hvaða bók er á náttborðinu hjá þér? EKKI MEIR er nú á náttborðinu.

8. Hvað vilt þú sjá á dagskránni hjá TAK? Ýmiskonar námskeið til að styrkja okkur og fræða.

Katrín Jóhannesdóttir - Kona desember 2012

Katy J

 

 

Kona desembermánaðar hjá Tengslanet austfirskra kvenna (TAK) er Katrín Jóhannesdóttir kennari og textílhönnuður. Kona mánaðarins hjá TAK er valin er af handahófi hverju sinni úr félagaskrá.

 

1.   Við hvað starfar þú? Ég er kennslukona í textílgreinum við Handverks- og hússtjórnarskólann á Hallormsstað.

2.   Hver er menntun þín? Textílkennari á framhaldsskólastigi, útskrifuð sem tekstilformidler frá Textilseminariet i Viborg, Danmörku.

3.   Hvað skiptir mestu máli í þínu lífi? Hendurnar og sjónin = hannyrðir, og svo að sjálfsögðu góð heilsa, samheldin fjölskylda og góðir vinir.

4.   Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Það hljómar kannski klisjukennt en ég lifi fyrir að skapa og vinna með höndunum, og svo er kaffidrykkja frábær, að virða fyrir sér annað fólk er sérkennilegt áhugamál, að ferðast um Ísland og mér leiðist ekki að pússa bílinn minn.

5.   Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn á Austurlandi? Upphaflega var það Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað sem togaði í mig og ekki að ástæðulausu. Ég held ég verði að segja Hallormsstaður eins og hann leggur sig. Ég mæli með piknik teppi og kaffibrúsa við steinbrúna í skóginum!

6.   Hvað málefni á að setja í forgang á Austurlandi? Ég ætla að svara þessari spurningu með annarri spurningu; af hverju þekki ég Íslendinga sem hafa aldrei komið nær okkur en á Mývatn úr norðri og á Höfn úr suðri??!

7.   Hvaða bók er á náttborðinu hjá þér? Ungfrúin góða og Húsið eftir Halldór Laxness er alltaf á náttborðinu og ég gríp reglulega í hana. Annars var ég að byrja á bók Auðar Övu Ólafsdóttur, Undantekningin. Hún lofar bara góðu.

8.   Hvað vilt þú sjá á dagskránni hjá TAK? Ég var ofsalega ánægð með jógahelgina sem var á Hallormsstað fyrir ca. 2 árum og myndi gjarnan vilja mæta á svoleiðis viðburð aftur. Litlir fyrirlestrar, námskeið eða kynningar gætu verið spennandi. Hvað með vín- og súkkulaðismökkun?

Þórdís Bergsdóttir - Kona marsmánaðar 2013

 

 

Kona mánaðarins hjá Tengslaneti austfirskra kvenna (TAK ) er valin  af handahófi hverju sinni úr félagaskrá. Kona marsmánaðar er Þórdís Bergsdóttir framkvæmdastjóri Ullarvinnslu frú Láru á Seyðisfirð.

 

1.      Við hvað starfar þú?  Ég er framkvæmdastjóri Ullarvinnslu frú Láru á Seyðisfirði.

2.      Hver er menntun þín?  Réttindanám í Menntaskólanum á Akureyri  til starfs heilbrigðisfulltrúa. Hef jafnframt verið dugleg að sækja margskonar námskeið.

3.      Hvað skiptir mestu máli í þínu lífi?  Fjölskyldan og vinirnir.

4.      Hvað finnst þér skemmtilegast að gera?  Allt það sem ég hef tekið mér fyrir hendur sem er æði margt í gegnum tíðina.

5.      Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn á Austurlandi?  Seyðisfjörður og Fljótsdalshérað en þá sérstaklega bernskuheimilið á Fremri Ketilsstöðum  á Völlum  á Héraði.

6.      Hvað málefni á að setja í forgang á Austurlandi?   Samgöngu- og atvinnumál.

7.      Hvaða bók er á náttborðinu hjá þér?  Svo margar að það er of langt mál að telja þær upp.

8.      Hvað vilt þú sjá á dagskránni hjá Tengslaneti Austfirskra Kvenna?  Hefði gjarnan viljað sjá hópa þar sem konur geti borið saman bækur sínar t.d. konur í atvinnurekstri. Þessir hópar voru starfandi fyrstu árin í starfsemi TAK og reyndust vel.

Anna Katrín Svavarsdóttir

Anna Katrin Svavarsdottir

 Kona nóvember mánaðar 2012

Að þessu sinni dró stjórnin Önnu Katrínu Svavarsdóttur, starfsmann á framkvæmdasviði Fjarðabyggðar, til að vera kona nóvember mánaðar.

 1.    Við hvað starfar þú?  Ég er starfsmaður á framkvæmdasviði Fjarðabyggðar

 2.  Hver er menntun þín?  B.s. í umhverfisskipulagi og síðan er ég í meistaranámi í Skipulagsfræði.

 3.  Hvað skiptir mestu máli í þínu lífi? Heilsan, fjölskylda og vinir.

 4.  Hvað finnst þér skemmtilegast að gera?  Vera með góðum vinum á góðri stundu.

5.  Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn á Austurlandi?  Það eru margir flottir staðir á Austurlandi en einn þeirra sem ég er nýlega búin að uppgötva er Saxa og þangað mun ég klárlega fara aftur.

6. Hvað málefni á að setja í forgang á Austurlandi? Það sem fyrsta sem kemur upp í hugann er fjölbreytt atvinnutækifæri svo að fólk finni eitthvað við sitt hæfi en eftir að hafa hugsað þetta aðeins eru það perlur Austurlands sem mætti vel bæta aðgengi að og kynna fyrir þeim sem ekki þekkja.

7. Hvaða bók er á náttborðinu hjá þér? Stóra garðabókin, alfræði garðeigandans (engin léttavara uppí rúmi sko).

8. Hvað vilt þú sjá á dagskránni hjá TAK? Námskeið eða fyrirlestra sem gætu m.a. fjallað um heilsu, hreyfingu og umherfismál.