logo stort

Tengslanet austfirskra kvenna - T.A.K.  - eru samtök kvenna á Austurlandi. Hlutverk þess er að sameina konur á Austurlandi, efla samstöðu þeirra, þekkingu og samstarf. Með samtakamætti T.A.K. er unnt að styrkja hagsmuni kvenna og efla konur persónulega og á hverjum þeim vettvangi sem þær kjósa, eða hafa kosið að hasla sér völl. Skráið ykkur í T.A.K og takið þátt í skemmtilegum félagsskap ! Allar konur velkomnar!

Innskráning

strik

TAK-konur

Lára Þorbjörg Vilbergsdóttir

 Kona októbermánaðar 2012

Austurland hyggst í samstarfi við Tengslanet austfirskra kvenna (TAK) kynna konu mánaðarins sem valin er af handahófi hverju sinni. Það kom því skemmtilega á óvart að Lára Vilbergsdóttir, verkefnisstjóri Þorpsins, skyldi vera dregin úr hattinum að þessu sinni þar sem áherslur og efni blaðsins tengjast skapandi greinum og samfélögum.

 

 1.Við hvað starfar þú? Ég er verkefnisstjóri í MAKE by Þorpið.

2.Hver er menntun þín? Ég er kennari í textílhönnun á framhaldsskólastigi.

3.Hvað skiptir mestu máli í þínu lífi? Að lifa í sátt og samlyndi við guð og menn og sjálfa mig.

4.Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Að vera í skapandi samstarfi með þeim sem ég á samleið með hverju sinni.

5.Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn á Austurlandi? Andstæður skógarins og víðáttunnar heilla mig og ég get ekki gert upp á– Hallormsstaðaskógar /Möðrudals á Fjöllum

6.Hvaða málefni á að setja í forgang á Austurlandi? Eflingu skapandi greina í víðu samhengi.

7.Hvaða bók er á náttborðinu hjá þér? Mulighederne af en ö – en antologi om oplevelses ökonomi eftir Lene Römer og Mikael Lambæk Nielsen.

8.Hvað vilt þú sjá á dagskránni hjá TAK? Hádegisfyrirlestra um mismunandi málefninámskeið til að styrkja okkur í starfi.

Halldóra Malín Pétursdóttir

Halldóra1

TAK kona febrúarmánaðar er Halldóra Malin Pétursdóttir, búsett á Seyðisfirði.

1.      Við hvað starfar þú? Ég er leikkona.

2.      Hver er menntun þín? BFA í leiklist frá Listahásskóla Íslands og grunnnám húsgagnasmiðs úr Tækniskólanum.

 

Lesa meira.....

Erla Jónsdóttir

Erla JónsdóttirTAK kona desember mánaðar 2011 er Erla Jónsdóttir.

Hún er frá Neskaupsstað og hefur búið á Egilsstöðum frá 1990. Erla er gift og á fjögur börn á aldrinum 9 til 26 ára.

1. Við hvað starfar þú? Er framkvæmdastjóri Starfsendurhæfingar Austurlands.

2. Hver er menntun þín? Þroskaþjálfi

Lesa meira.....

Kristbjörg Jónasdóttir

 

kristbjorg1

Kristbjörg Jónasdóttir er fædd á Eskifirði og býr á Egilsstöðum, gift, á þrjú börn og tvo hunda.

Við hvað starfar þú? Verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands á Austurlandi
.

Hver er menntun þín? MSc í Alþjóðaviðskiptum og fjármálum.

Lesa meira.....