logo stort

Tengslanet austfirskra kvenna - T.A.K.  - eru samtök kvenna á Austurlandi. Hlutverk þess er að sameina konur á Austurlandi, efla samstöðu þeirra, þekkingu og samstarf. Með samtakamætti T.A.K. er unnt að styrkja hagsmuni kvenna og efla konur persónulega og á hverjum þeim vettvangi sem þær kjósa, eða hafa kosið að hasla sér völl. Skráið ykkur í T.A.K og takið þátt í skemmtilegum félagsskap ! Allar konur velkomnar!

Innskráning

strik

TAK-konur

Hulda Elma Guðmundsdóttir

HuldaElma1

TAK - kona maí mánaðar

Hvað heitir þú? Hulda Elma Guðmundsdóttir

Hvaðan ertu og hvar býrðu? Borin og barnfædd í Neskaupstað

Hvenær ertu fædd? 16. janúar 1943
Hverjir eru þínir fjölskylduhagir? Fráskilin. Á 2 börn 7 barnabörn  og 5 barna-barnabörn. Flugrík, og kreppan hafði ekki áhrif á þennan auð.

Við hvað starfar þú? Mest við skrif sem fara hvergi

Lesa meira.....

Arnbjörg Sveinsdóttir

MBA2010TAK - kona apríl mánaðar

Hvað heitir þú? Arnbjörg Sveinsdóttir

Hvaðan ertu og hvar býrðu?
Ég er frá Seyðisfirði og bý þar.

Hvenær ertu fædd?
Ég er fædd 18. feb. 1956

Lesa meira.....

Ólöf Inga Sigurbjartsdóttir

passi

TAK - kona mars mánaðar

Hvað heitir þú? Ólöf Inga Sigurbjartsdóttir 

Hvaðan ertu og hvar býrðu?
Ég er úr Víðidal í Vestur-Húnavatnssýslu en bý nú í Fellabæ 

Hvenær ertu fædd? Á konudag árið 1961 sem bar upp á 19. febrúar

Hverjir eru þínir fjölskylduhagir? Gift Árnþóri Magnússyni, á eina dóttur Hrafnhildi Laufey 

Við hvað starfar þú?
Framkvæmdastjóri Héraðs- og Austurlandsskóga

Lesa meira.....

Guðrún Guðmundsdóttir

gudrung

TAK - kona febrúar mánaðar

Ég heiti Guðrún Guðmundsdóttir

Ég er fædd 15 jan 1981

Ég er uppalin  á Vestur Sámsstöðum í Fljótshlið.

Maðurinn minn er Einþór Þorsteinsson (frá Reyðarfriði) og við eigum Þorstein Árna 7 ára og Guðmund Kára 3 ára.

Ég vinn í heimaþjónustu á Reyðarfirði.

Ég kann nokkur dansspor.