TAK-konur
Þórunn Guðgeirsdóttir-kona marsmánaðar
Kona marsmánaðar hjá Tengslanet austfirskra kvenna (TAK) er Þórunn Guðgeirsdóttir fótaaðgerðafræðingur. Kona mánaðarins hjá TAK er valin er af handahófi hverju sinni úr félagaskrá.
Við hvað starfar þú? Ég vinn á fótaaðgerðastofunni Fótatak og stunda kennaranám við menntavísindasvið Háskóla Íslands.
Hver er menntun þín? Stúdentspróf, snyrtifræðimeistari og fótaaðgerðafræðingur.
Hvað skiptir mestu máli í þínu lífi? Fjölskyldan og heilsan.
Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Það er svo margt, til dæmis gera eitthvað skemmtilegt með fjölskyldunni, borða góðan mat í góðra vina hópi. Stunda líkamsrækt og ýmisskonar áhugamál s.s. ræktun. Horfa á mynd eða lesa góða bók þegar tími gefst.
Hólmfríður Ófeigsdóttir-kona febrúarmánaðar
Kona febrúarmánaðar hjá Tengslanet austfirskra kvenna (TAK) er Hómfríður Ófeigsdóttir. Kona mánaðarins hjá TAK er valin er af handahófi hverju sinni úr félagaskrá.
1. Við hvað starfar þú?
Ég er bóndi og handverkskona á Búastöðum í Vesturárdal í Vopnafirði.
2. Hver er menntun þín?
Ég er með húsmæðraskólapróf.
3. Hvað skiptir mestu máli í þínu lífi?
Það eru fjölskyldan mín og af sjálfsögðu heilsan.
4. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera?
Ég hef mjög gaman að handavinnu eins og að prjóna. Einnig finnst mér gaman að lesa vera úti í náttúrunni og að grúska í gömlum skjölum.
5. Hver er uppáhalds staðurinn þinn hér á Austurlandi?
Vesturárdalur.
6. Hvaða málefni á að setja í forgang hér á Austurlandi?
Það eru almenningssamgöngur númre 1,2 og 3. Sem d´mi hefur nýji vegurinn sem var tekin í notkun í Vopnafirði í haust lítið sem ekkert verið opnaður vegna peningaskorts.
7. Hvaða bók er á náttborðinu hjá þér?
Frauen Fische Fjorde eftir Anne Siegel.
8. hvað vilt þú sjá á dagskránni hjá TAK?
Fyrirtækjaheimsókn í Vopnafjörð og þá í fyrirtæki kvenna.
Sigríður Herdís Pálsdóttir-Kona desembermánaðar
Kona desembermánaðar hjá Tengslanet austfirskra kvenna (TAK) er Sigríður Herdís Pálsdóttir. Kona mánaðarins hjá TAK er valin er af handahófi hverju sinni úr félagaskrá.
Við hvað starfar þú?
Ég er verkefnastjóri hjá Rauða krossdeildunum í Fjarðabyggð og móttökufulltrúi nýrra íbúa og einnig verkefnastjóri hjá Fjölskyldusviði Fjarðabyggðar. Er að láta af þeim störfum núna um áramót og er orðin leikskólastjóri leikskólans Tjarnaskógar á Egilsstöðum
Hver er menntun þín?
Leikskólakennari og hef lokið 30 eininga Dipl.Ed.-Prófi í uppeldis og menntunarfræði við framhaldsdeild KHÍ með áherslu á stjórnun.
Hvað skiptir mestu máli í þínu lífi?
Fjölskyldan mín
Hvað finnst þér skemmtilegast að gera?
Að vera með fjölskyldunni og góðum vinum.
Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn á Austurlandi?
Er enn að uppgötva fallega staði á Austurlandi frá því að ég flutti á Austurlandið. En finnst alltaf notalegt að koma í Seldal í Norðfirði, sundlaugina á Eskifirði og á Stöðvarfjörð.
Hvað málefni á að setja í forgang á Austurlandi?
Samgöngur og samvinnu á milli staða. Einnig þarf að huga að fjölbreyttum atvinnutækifærum
Hvaða bók er á náttborðinu hjá þér?
Skuggasund sem ég las einni lotu, en er einnig með Ríkisfang ekkert og Stígum fram
Hvað vilt þú sjá á dagskránni TAK?
Dagskráin hjá TAk er áhugaverð verð samt að viðurkenna að ég hef ekki gefið mér tíma til að taka þátt í henni en hef fylgst með hvað er í boði. Gott að hittast á mismunandi stöðum Frábært að hafa svona félagsskap.
Lísa Lotta Björnsdóttir- Kona nóvembermánaðar
Kona nóvembermánaðar hjá Tengslanet austfirskra kvenna (TAK) er Lísa Lotta Björnsdóttir. Kona mánaðarins hjá TAK er valin er af handahófi hverju sinni úr félagaskrá.
Við hvað starfar þú?
Ég starfa sem þjónustustjóri hjá Sesam Brauðhús.
Hver er menntun þín?
Ég er leikskólakennari og með M.Ed gráðu í stjórnun menntastofnanna.
Hvað skiptir mestu máli í þínu lífi?
Fjölskyldan mín, hún sé heilbrigð og henni líði sem allra best.
Hvað finnst þér skemmtilegast að gera?
Elda góðan mat fyrir fjölskylduna og vini. Finnst líka ótrúlega gaman að leika mér á fjórhjólum þá sjaldans maður kemst í þau.
Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn á Austurlandi?
Þeir eru eiginlega tveir, get ekki valið á milli. Annar er Hádegisfjallið, yndislega fallegt og gefur manni endalausa orku, ekki amalegt að hafa þetta dásamlega fjall sem part af útsýninu dags daglega. Hinn staðurinn er norðurdalurinn í Fljótsdal, dásamlegt að komast þangað í kyrrðina og sveitasæluna.
Hvað málefni á að setja í forgang á Austurlandi?
Fjölbreyttari tómstundir fyrir börn og fleiri atvinnutækifæri eða möguleika á nýsköpunartækifærum fyrir konur.
Hvaða bók er á náttborðinu hjá þér?
Hellaþjóðin og Fiskur!
Hvað vilt þú sjá á dagskránni hjá TAK?
Það er svo margt spennandi hægt að gera og fullt af námskeiðum sem mig persónulega myndi langa á. Mætti þar nefna námskeið í framsögn og fundastjórn, og námskeið í að koma góðri hugmynd í framkvæmd.