logo stort

Tengslanet austfirskra kvenna - T.A.K.  - eru samtök kvenna á Austurlandi. Hlutverk þess er að sameina konur á Austurlandi, efla samstöðu þeirra, þekkingu og samstarf. Með samtakamætti T.A.K. er unnt að styrkja hagsmuni kvenna og efla konur persónulega og á hverjum þeim vettvangi sem þær kjósa, eða hafa kosið að hasla sér völl. Skráið ykkur í T.A.K og takið þátt í skemmtilegum félagsskap ! Allar konur velkomnar!

Innskráning

strik

Kynningar frá Konur í stjórnum

Hér eru kynningar KPMG og Alcoa Fjarðaál sem voru á kynningarfundunum Konur í stjórnum 30. janúar sl.

Jafnréttisstefna Alcoa Fjarðaáls

KPMG Austurland

Dagskrá Heilsueflingar

Auglýsing á TAK síðuna

Heilsuefling á Hallormsstað 14. janúar-15. janúar 2011.

 

Fallegu TAK-konur á Austurlandi! Hittumst á nýju ári með vinkonum, systrum, mæðrum og dætrum í dásamlegu umhverfi Hallormstaðaskógar og setjum okkur stefnu um góða heilsu á árinu 2011.

 

Dagskrá

 

Föstudagur 14. janúar

17:00. Við komum á staðinn og komum okkur fyrir.

17:30 til 19:00. Ganga og yoga í íþróttahúsi.

19:00. Heit grænmetissúpa og brauð á Hótel Hallormsstað.

20:00. Stutt ganga/frjálst.

20:30. Fræðsla og skemmtun í íþróttasal.

22:00. Kvöldskattur ávextir og te.

22:30. Spjall og svo hvíld.

 

Laugardagur 15. janúar

08:30. Yoga í íþróttahúsi

09:30. Morgunverður

10:30. Frágangur, skil á herbergjum !

11:00. Fræðsla og yoga í íþróttahúsi.

13:00-14:00. Heimferð.

Kennari er Unnur Óskarsdóttir íþrótta- og yogakennari Seyðisfirði.

 

Allir þurfa að taka með sér: útiföt fyrir göngu, íþróttaföt fyrir yogatíma, teppi eða gott sjal til að leggja yfir sig í slökun. Þær sem vanar eru yoga og eiga dýnu taka hana með.


Skráning á Þetta netfang er varið fyrir ruslpósti. Þú þarft að virkja Javascript til að sjá það. og í síma 864-4950 hjá Tótu, í síðasta lagi mánudag 10. janúar.

 

Hlökkum til að sjá ykkur allar!

 

Stjórn Tengslanets Austfirskra Kvenna