Almennar upplýsingar
Viðhorfskönnun TAK
Viltu þú taka þátt í Viðhorfskönnun um Tengslanet Austfirskra kvenna ? Könnunin er nafnlaus og þú þarft ekki að vera félagi í TAK til að taka þátt.
Niðurstaðan verður kynnt á aðalfundi TAK 25. maí 2011.
Smelltu hér ef þú vilt taka þátt
Tengslanet Austfirskra Kvenna (TAK)
Tengslanet austfirskra kvenna, TAK eru samtök kvenna á Austurlandi. Hlutverk þeirra er að sameina konur á Austurlandi, efla samstöðu þeirra, þekkingu og samstarf.
Með samtakamætti TAK er unnt að styrkja hagsmuni kvenna og efla konur persónulega og á hverjum þeim vettvangi sem þær kjósa, eða hafa kosið að hasla sér völl.
TAK mun beita sér fyrir því að hvetja konur til áræðni, frumkvöðlastarfs og samfélags- og stjórnmálaþátttöku á opinberum vettvangi.
TAK hefur að markmiði að auka sýnileika og tækifæri kvenna, hvort sem er á persónulegum eða opinberum vettvangi og einnig að stuðla að virðingu og verðskuldaðri athygli samfélagsins á framlagi kvenna.
Starfsemi TAK
- Vefur TAK með upplýsingum um félagið og það sem er á döfinni, kynningu á félagskonum og vefumræðum þeirra á milli. Að auki ýmiss fróðleikur sem nýst getur félagskonum.
- Reglulegir fundir yfir vetrarmánuðina, þar sem málefni tengd TAK eru til umfjöllunar.
- Framboð á áhugaverðum ráðstefnum, fyrirlestrum og námskeiðum sem nýst geta konum á Austurlandi til menntunar og upplýsinga.
- TAK velur árlega aðila (einstakling, félag eða stofnun) sem skarað hefur fram úr í störfum sínum í þágu kvenna og veitir þeim viðurkenningu á aðalfundi.
Árgjald í TAK verður 3.000 kr auk 250 kr seðilgjalds