logo stort

Tengslanet austfirskra kvenna - T.A.K.  - eru samtök kvenna á Austurlandi. Hlutverk þess er að sameina konur á Austurlandi, efla samstöðu þeirra, þekkingu og samstarf. Með samtakamætti T.A.K. er unnt að styrkja hagsmuni kvenna og efla konur persónulega og á hverjum þeim vettvangi sem þær kjósa, eða hafa kosið að hasla sér völl. Skráið ykkur í T.A.K og takið þátt í skemmtilegum félagsskap ! Allar konur velkomnar!

Innskráning

strik

Ársskýrslur

Ársskýrsla Tengslanets Austfirskra Kvenna 2011-2012

Stjórnarfundir frá síðasta aðalfundi voru 9 talsins og samráð haft að auki í formi reglulegra tölvupóstsamskipta. Á fundunum var rætt um starf félagsins, verkefni sem framundan voru og skipulagningu þeirra. Á starfsárinu lagði stjórn áherslu á verkefnin heilsuefling kvenna og Upp úr skúffunum auk hefbundinna fyrirtækjaheimsókna.

Félagar í TAK sem greiddu félagsgjöld á árinu 2011 voru 93.

Konur mánaðarins á starfsárinu voru valdar með hlutkesti, hver stjórnarkona gaf Rannveigu upp númer, síðan var lagt saman og deilt í og talið svo út frá síðasta númeri. Valið er handahófskennt og alltaf spennandi að sjá hver varð fyrir valinu. Eftirtaldar urðu þessa heiðurs aðnjótandi á þessu starfsári:

Hulda Elísabet Daníelsdóttir, Egilsstöðum

Kristbjörg Jónasdóttir, Egilsstöðum

Þorgerður Malmquist, Neskaupstað

Erla Jónsdóttir, Egilsstöðum

Halldóra Malin Pétursdóttir, Seyðisfirði

Magdalena Aneta Marcjaniak

Sigríður Sigþórsdóttir, Seyðisfirði

Styrkumsóknir

Sótt var um styrki á árinu vegna Upp úr skúffunum til Samfélagssjóðs Auðar Capital (Alheims Auður), Samfélagssjóðs Landsbankans, Samfélagssjóðs Landsvirkjunar, úthlutun 2012 og Vaxtarsamnings Austurlands.

Styrkur að upphæð 250.000 kr. fékkst úr Samfélagssjóði Landsvirkjunar.

Einnig var sótt um í Samfélagssjóð Landsvirkjunar 2011 vegna ráðstefnu um jafnrétti á Kvennafrídaginn 25. október 2011, en styrkveiting fékkst ekki. Umsókn í Hlaðvarpann misfórst annað árið í röð vegna misskilnings (vorum með ranga dagsetningu á umsóknarfresti). Ný stjórn er engu að síður hvött til að senda umsókn í sjóðinn í byrjun október 2012.

2011

Júní, júlí og ágúst

Ný stjórn skipti með sér verkum á fyrsta stjórnarfundi eftir aðalfund þann 21. júní 2011 á þessa leið:

Formaður: Rannveig Þórhallsdóttir

Gjaldkeri: Þorbjörg Gunnarsdóttir

Ritari: Unnur Óskarsdóttir

Meðstjórnendur: Hrönn Jakobsdóttir og Stefanía Kristinsdóttir

Varamenn: Sólveig Dögg Guðmundsdóttir og Sigrún Þorsteinsdóttir

Auglýst hafði verið eftir verkefnisstjóra í verkefnið Upp úr skúffunum. Umsókn barst frá Stefaníu Kristinsdóttur og ákveðið var að ganga til samninga við hana á framkvæmd og eftirfylgni verkefnisins.

Verkefnið Upp úr skúffunum er þríþætt og byggðist á:

a) Útgáfu kvennablaðs TAK og Glettings, sem og samstarfi við Austurgluggann á birtingu á greinum og skrifum kvenna,

b) stefnumóti við konur í atvinnurekstri (viðburður á kvennafrídeginum 24. október),

c) námskeiði fyrir konur í stjórnir og að vakin verði athygli á Austurlandi á 15. gr. laga nr. 10/2008 um jafnt hlutfalli kynja í stjórnum fyrirtækja og stofnana.

Engir stjórnarfundir voru haldnir í júlí og ágúst.

TAK stóð fyrir gönguferð í Hallormsstað 2. júlí og var endað í hádegismat á Hótel Hallormsstað. Þátttakendur voru um tuttugu talsins, veður gott og veitingar sérlega glæsilegar.

September og október

Vetrarstarf TAK: Á fundi í september var ákveðið að miðað yrði við að standa fyrir viðburðum að öllu jöfnu einu sinni í mánuði.

Þann 17. september stóð félagið fyrir dagsverð í Mývatnssveit. Leitast var eftir hittingi við félagskonur í Tengslaneti kvenna á Húsavík, en þær komust ekki vegna anna.

Í september kynnti Unnur TAK fyrir Soroptomistakonum á fundi sem haldinn var á Seyðisfirði. Þar voru saman komnar um 70 konur af Norður- og Austurlandi.

Í tilefni af kvennafrídeginum þann 24. október stóð TAK fyrir málþingi um frumkvöðlastarf og fjárfestingarmöguleika. Helga Valfells, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins hélt opnunarerindi um starfsemi sjóðsins og þær kröfur sem fjárfestar gera til fjárfestingarkosta. Lára Eiríksdóttir í Fjarðarþrif, Elísabet Þorsteinsdóttir í Klausturkaffi, Katla Steinsson hjá Húsi Handanna og Rannveig Þórhallsdóttir hjá Sagnabrunni héldu erindi um austfirsk fyrirtæki og hvernig staðið var að uppbyggingu þeirra. Auður Ingólfsdóttir var fundarstjóri. Góð mæting var á fundinn, um þrjátíu konur tóku þátt.

Nóvember og desember

TAK, með Unni Óskarsdóttur yogakennara í broddi fylkingar, og Gistiheimilið Álfheimar skipulögðu vellíðunarhelgi á Borgarfirði eystra 18.-20. nóvember. Boðið var upp á yoga, gönguferðir, nudd, cranio, heilun, nálarstungur og kynningar. Viðburðurinn tókst vel og var hann endurtekinn í mars árið 2012, (sjá grein Ingibjargar Ólafsdóttur í Kvennablaði TAK og Glettings).

Í desember var áætlað að breyta hefðbundnu jólahlaðborði í verslunarferð til Akureyrar, en hún féll niður.

2012

Janúar og febrúar

Þann 24. febrúar var staðið fyrir fyrirtækjakynningum í miðbæ Egilsstaða í samstarfi við verslunareigendur á Héraði. Eydís Bjarnadóttir frá fyrirtækinu Skógum kynnti starfsemi verslunarinnar og rak fjögurra áratuga sögu þess. Björk í River/Perlusól hélt tölu þar sem hún rakti tilurð fyrirtækisins og sögu þess. River/Perlusól er sólbaðsstofa og tískuvöruverslun þar sem vörunar eru keyptar að mestu leyti erlendis frá. Heiður Vilhjálmsdóttir frá Austurför kynnti starfsemi fyrirtækisins, fyrirtækið er nýtt af nálinni og selur út vinnu við skipulagningu eða sölu viðburða o.fl. Það hefur fastar tekjur af umsjón vegna bókana fyrir Alcoa-Fjarðarál. Markmið þess er að skapa fleiri störf í ferðaþjónustu á Austurlandi.

Mars og apríl

Samkvæmt 15. gr. laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna sem og breytingar á lögum um einkahlutafélög þá skulu ríkisstofnanir og fyrirtæki með fleiri en 50 starfsmenn gæta þess að hlutfall kynja í stjórn sé þannig að annað kynið sé ekki minna en 40% af stjórnarmönnum. Lagabreytingarnar taka gildi árið 2013 og fyrirhugað er að á næstu misserum verði aukin eftirspurn eftir konum í stjórnir.

TAK stóð fyrir því að haldið yrði námskeið fyrir konur sem vildu bjóða sig fram í stjórnir fyrirtækja og stofnana á Austurlandi, í samstarfi við KPMG og með stuðningi Þekkingarnets Austurlands.

Námskeiðið skiptist í þrjá hluta:

1) Skyldur stjórnarmanna

2) Lestur ársreikninga

3) Fundarstjórn og ræðumennska

Námskeiðið var þátttakendum að kostnaðarlausu og fór útskrift fram 18. apríl á Hótel Héraði. KPMG lagði leiðbeinendur til í fyrstu tvær lotur námskeiðsins, Þekkingarnet Austurlands lagði fram aðstöðu og Alcoa-Fjarðarál færði þátttakendum að gjöf Handbók stjórnarmanna. Alls útskrifuðust þrettán konur af námskeiðinu og eru þær:

  1. Anna Björk Hjaltadóttir
  2. Anna Katrín Svavarsdóttir
  3. Anna Sigurbjörg Sævarsdóttir
  4. Anna Dóra Helgadóttir
  5. Edda Hrönn Sveinsdóttir
  6. Elfa Kristín Sigurðardóttir
  7. Hrönn Jakobsdóttir
  8. Jóhanna Björk Guðmundsdóttir
  9. Michelle Lynn Mielnik
  10. Rannveig Þórhallsdóttir
  11. Sesselja Ásta Eysteinsdóttir
  12. Stefanía G. Kristinsdóttir
  13. Valdís Vaka Kristjánsdóttir

TAK mun á næstu misserum vekja athygli á þeim konum sem luku námskeiðinu til setu í stjórnum fyrirtækja og stofnana.

Maí

Í byrjun mánaðarins kom út glæsilegt Kvennablað TAK og Glettings. Efni blaðsins er fjölbreytt, tókst vel til með gripinn og er Stefaníu Kristinsdóttur þökkuð góð ritstjórn. Sérlega ánægjulegt var hve Stefanía náði að virkja margar konur til að skrifa í blaðið.  Þeir fyrstu sem fengu eintak af blaðinu var ríkisstjórn Íslands þegar hún fundaði á Gistihúsinu á Egilsstöðum 8. maí sl.

 

 

Stjórn og félagskonum er þakkað stjórnarárið sem er að líða,

____________________________________________

Seyðisfirði, 23. maí 2012

F.h. stjórnar TAK, Rannveig Þórhallsdóttir