logo stort

Tengslanet austfirskra kvenna - T.A.K.  - eru samtök kvenna á Austurlandi. Hlutverk þess er að sameina konur á Austurlandi, efla samstöðu þeirra, þekkingu og samstarf. Með samtakamætti T.A.K. er unnt að styrkja hagsmuni kvenna og efla konur persónulega og á hverjum þeim vettvangi sem þær kjósa, eða hafa kosið að hasla sér völl. Skráið ykkur í T.A.K og takið þátt í skemmtilegum félagsskap ! Allar konur velkomnar!

Innskráning

strik

Ársskýrslur

Ársskýrsla 2012-2013

Stjórnarfundir frá síðust aðalfundi voru samtals 7. Fjórir þeirra voru haldnir í gegn um skype þar sem færð var ekki góð. Á starfsárinu lagði stjórn helst áheslu á kynna Konur í stjórnir.

Nýjar heima- og Facbook síður voru teknar í notkun. Anna Björk Hjaltadóttir hefur haft umsjón með þeim.

 

Sótt var um styrk til Samfélagssjóðs Alcoa-Fjarðaáls um áframhald á verkefninu „Konur í stjórnir“ til að vinna kynningarefni og halda málþing. Ákveðið var að sækja ekki um fleiri styrki á þessu ári þar sem enginn önnur stór verkefni eru í deiglunni.

 

Stjórn ákvað að breyta fyrirkomulagi á vali á konu mánaðarins í stað þess að vera með þessa útreikninga og þurfa ávallt að kanna hvort viðkomandi hafi verið valin áður þá yrði í framtíðinni dregið um konu mánaðarins úr þeim hópi sem ekki hefur verið valinn.

 

Við höfum haft samstarf við fjölmiðil og kynnt konu mánaðarins í fréttablaðinu Austurland.

 

Alls greiddu 115 konur félagsgjöld á árinu og hafa 7 konur verið konur mánaðarins frá síðasta aðalfundi. Þær eru:

Október - Lára Vilbergsdóttir

Nóvóvember - Anna Kartín Svavarsdóttir

Desember - Katrín Jóhannesdóttir

Janúar -  Ragnheiður Kristiansen

Febrúar -  Bergrún A Þorsteinsdóttir

Mars -  Þórdís Bergsdóttir

Maí - Ingibjörg Jónsdóttir

 

Viðburðir ársins: 

September gönguferð í Bjargselsbotna á Hallormsstað.

Október til desember gönguferð í Skálanes, jógahelgi á Seyðisfirði og heimsókn í Alcoa féllu niður vegna ónægrar þátttöku.

Janúar kynningarfundur um Konur í stjórnum var haldinn bæði á Egilsstöðum og Reyðarfirði. KPMG fræddii okkur um löggjöf um lágmark 40% hvors kyns í stjórnum og Alcoa Fjarðaál kynnti fyrir okkur jafnréttisstefnu fyrirtækisins.

  • Febrúar haldið námskeið í Kínaskák þar sem fengin var spilaklúbb sem starfsræktur er á Reyðarfirði til að kenna okkur. Skemmtileg tengsl hafa myndast á milli spilaklúbba í framhaldinu.
  • Mars  Sagnakvöld í Tanga á Fáskrúðsfirði
  • Apríl fyrirtækjaheimsókn til Alcoa sem tók mjög vel á móti okkur.