logo stort

Tengslanet austfirskra kvenna - T.A.K.  - eru samtök kvenna á Austurlandi. Hlutverk þess er að sameina konur á Austurlandi, efla samstöðu þeirra, þekkingu og samstarf. Með samtakamætti T.A.K. er unnt að styrkja hagsmuni kvenna og efla konur persónulega og á hverjum þeim vettvangi sem þær kjósa, eða hafa kosið að hasla sér völl. Skráið ykkur í T.A.K og takið þátt í skemmtilegum félagsskap ! Allar konur velkomnar!

Innskráning

strik

Ársskýrslur

Skýrsla stjórnar fyrir starfsárið 2007 - 2008

 

Skýrsla stjórnar  fyrir starfsárið  2007 - 2008


Tengslanet Austfirskra Kvenna, TAK var stofnað 9.febrúar 2006. Hlutverk þess er að sameina konur á Austurlandi, efla samstöðu þeirra, þekkingu og samstarf.
Stofnfélagar voru 130 talsins og af þeim eru 73 virkir félagar.


 

Stjórn Tengslanets Austfirskra Kvenna (TAK) starfsárið 2007-2008


Katla Steinsson, formaður
Stefanía G. Kristinsdóttir, ritari 
Anna Margrét Guðmundsdóttir, gjaldkeri               
Signý Ormarsdóttir
Hildigunnur Jörundsdóttir

Varastjórn:
Auður Anna Ingólfsdóttir
Kristbjörg Jónasdóttir
Ingibjörg Jónsdóttir
Halldóra Tómasdóttir
Aðalheiður Borgþórsdóttir


 


Félagsstarf

 

Stjórnarfundur er haldinn fyrsta miðvikudag í mánuði og boðið upp á símafund fyrir þær sem það kjósa. Stjórnin hélt tíu stjórnarfundi á starfsárinu.  Á fundunum var rætt um starfið framundan og málefni líðandi stundar. Vefsíðan www.tengslanet.is var gerð sem þjónar tengslanetinu sem upplýsingasíða og félagatal. Á vefsíðunni er jafnframt að finna viðburðaskrá og spjallrás. Þá eru fundargerðir  stjórnarfunda settar inn á vefsíðuna. Faghópar starfa á fjórum sviðum, Atvinnulíf, Almenn fræðsla og félagsmál, Menning, listir og rannsóknir  og  Stjórnmál og  stjórnsýsla. Faghópum er ætlað m.a. að móta og skipuleggja. fundi, námskeið, ráðstefnur, sýningar og aðra viðburði fyrir félagsmenn.

 

 
 

Fjármál

Rekstrarreikningur
01.01 2007 – 31.12 2007


 

Gjöld:


Auglýsingar í prentmiðlum  94.438 kr.
Auglýsingar í útvarpi   37.262 kr.
Ferðakostnaður   21.164 kr.
Vefhýsing    95.856 kr.
Lénið árgjald     7.918 kr.
Fundarkostnaður    5.048 kr.
Gjöld alls:    261.686 kr.


Tekjur:


Félagsgjöld.    176.908 kr.
Styrkur v.vaxtasamnings  450.000 kr.
Vextir        9.750 kr.
Tekjur alls:    636.658 kr.

 

Rekstrarhagnaður   374.999 kr.
Fært frá fyrra ári                                  160.025 kr.
Eign 31.12.2007               samtals:     534.997 kr

 

Útistandandi félagsgjöld árið 2006 og 2007 122.226 kr.
Óinnheimt seinna framlag úr vaxtasamningi 450.000kr


 

 

 

Fyrirlestrar, málþing, námskeið og fyrirtækjaheimsóknir:


 

September 2007

Fimmtudaginn 27. september kl. 18. Heimsókn til Ullarvinnslu frú Láru
Þórdís Bergsdóttir, sem er framkvæmdastjóri fyrirtækisins og handhafi hvatningarverðlauna TAK 2007 kynnti starfsemi fyrirtækisins. Að lokinni kynningu var haldið á Bistró Skaftfells í léttan kvöldverð. 



Október 2007

24. október Jafnréttisráðstefnan; Erum við hrædd við jafnrétti?    “Kvenmenni í karlaveldi?”var haldin í ráðstefnusal Keilis, miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs  og varpað í gengum FS-netið til fræðslumiðstöva um allt land. Ráðstefnan var samstarfsverkefni símenntunarstöðva, þróunarfélaga og TAKs
Bein og gagnvirk útsending á Vonarlandi Egilsstöðum, Nýheimum á Höfn og Verkmenntaskóla Austurlands á Norðfirði
Markmið ráðstefnunnar var að ræða stöðu jafnréttismála og leiðir til að auka jafnrétt kynjanna á vinnumarkaði. Sérstaklega var farið ofan í hvernig uppeldi og menningarlegt umhverfi hefur áhrif á viðhorf og sjálfsmynd kynjanna.



Nóvember 2007

28.nóv Gunnhildur Ingvarsdóttir, Ingunn Þráinsdóttir og Auður Anna Ingólfsdóttir tóku á móti austfirskum konum og kynntu fyrirtækin sem þær eru í forsvari fyrir.
Gunnhildur og Ingunn kynntu starfsemi Héraðsprents, m.a. efni til föndurgerðar og þá margbeytilegu þjónustu sem Héraðsprent veitir einstaklingum og fyrirtækjum í jólaundirbúningnum. Auður Anna kynnti starfsemi Hótel Héraðs og viðburði á aðventunni. Eftir kynninguna gafst þátttakendurm kostur á að borða saman léttan kvöldverð, á krónur 2.000kr og spjalla saman.


 

Desember 2007

13.des. kl. 18:00 á Skriðuklaustri. Halldóra Tómasdóttir hjá Skriðuklaustri og Elísabet Þorsteinsdóttir tóku á móti TAK konum og kynntu starfsemi Skriðuklausturs og Klausturkaffis, Að því loknu er ætlunin að snæða saman og fara í Jólaföstuhlaðborð hjá Klausturkaffi.Að því loknu var farið í Jólaföstuhlaðborð hjá Klausturkaffi.


 

Febrúar  2008

Föstudaginn 15. febrúar kl. 18:01 Hótel Héraði Egilsstöðum,
Margrét Pála spjallaði við konur í Tengslaneti Austfirskra Kvenna um „Mikilvægi tengslaneta og samstöðu, þurfa konur stuðning til að sækja fram í ábyrgðastöður, stjórnir o.s.frv."
Léttur  kvöldverður og spjall við Margréti Pálu í framhaldi af erindi hennar

Fimmtudaginn 28. febrúar kl. 18, Gallerý Bláskjár, Egilsstöðum
Listakonur í Gallerý Bláskjá tóku  á móti austfirskum konum og kynntu verk sín
• Svandís Egilsdóttir eigandi og framkvæmdastjóri kynnti list sína og starfssemi Gallerýsins. Svandís málar olíumyndir.  
• Sjöfn Eggertsdóttir er listmálari og málar í olíu og vatnslitum.
• Thea, Theodóra Alfreðsdóttir vinnur mest með keramik.
Eftir kynninguna gafst þátttakendum kostur á að snæða léttan kvöldverð í Kaffi Nielsen yfir skemmtilegu spjalli.


 

Mars 2008

Tengslanet Austfirskra Kvenna stóð fyrir átaki til að undirbúa konur fyrir stjórnarsetu í fyrirtækjum/stofnunum á Austurlandi. Þetta var gert til að rétta þann mikla kynjahalla sem er í stjórnum í fjórðungnum með því að auka og gera sýnilegt það mikla framboð sem er til staðar á hæfum stjórnarkonum á Austurlandi. Alls luku  24 konur undirbúningsnámskeiðum fyrir stjórnarsetu í fyrirtækjum og stofnunum á Austurlandi. Námskeiðin voru haldin 13. Og 27.mars.

Fimmtudaginn 13. Mars
• Skyldur stjórnarmanna, þar sem farið var yfir lög um hlutafélög og skyldur stjórnarmanna og stjórnarformanna í fyrirtækjum. Leiðbeinandi Sigríður Kristinsdóttir hdl.
• Lestur Ársreikninga, farið var yfir uppbyggingu ársreikninga og helstu kennutölur. Leiðbeinandi Arnar Páll Guðmundsson

Fimmtudaginn 27. mars
• Samskipti við fjölmiðla, farið var yfir starfsemi fjölmiðla, uppbyggingu fréttatilkynninga og samskipti við fjölmiðlafólk. Leiðbeinandi Edda Óttarsdóttir.
• Framkoma og ræðumennska, helstu lögmál öruggrar framkomu, æfingar í framsögn. Leiðbeinandi Guðlaug Ólafsdóttir
• Ferilsskrár, farið yfir gerð ferilsskráa. Leiðbeinandi Stefanía G. Kristinsdóttir.

Apríl 2008
 8.apríl Egilsstöðum og 9. apríl Vopnafirði. Birtingarmynd kvenna og karla í fjölmiðlum.  Stutt námskeið þar sem fjallað var um hvernig birtingarmynd kynjanna er í fjölmiðlum og auglýsingum. Rætt var um aðferðir til að greina kynjaskekkjur í fjölmiðlum og dæmi nefnd. Leiðbeinandi var Gunnar Hersveinn heimspekingur og blaðamaður.

Vaxtarsamningur
TAK sótti um styrk til Vaxtasamnings Austurlands og hlaut 900.000kr til eftirfarandi verkefna.

• Konur í stjórnir á Austurlandi.  Mikilvægt er að auka hlut kvenna í stjórnum fyrirtækja á Austurlandi.  TAK hyggst mynda vel valinn hóp 10-15 kvenna sem bjóða sig fram í stjórnir.  Hópurinn mun sækja námskeið í lestri ársreikninga og fundarstjórnun auk þess sem þær konur sem taka þátt munu allar hafa reynslu af stjórnunarstörfum inna fyrirtækja.
• Kynning og stuðningur við félagasamtök kvenna svo sem kvennahreyfingar stjórnmálaflokka og sjálfstæð félög svo sem kvennfélög.
• Stuðningur við frumkvöðla úr hópi kvenna, með ráðgjöf, kynningu og sérstöku námskeiði sem hrint verður af stað um haustið 2007 eða í ársbyrjun 2008
• Tengslanetið mun einnig vinna náið með samskonar samtökum í öðrum landsfjórðungum t.d. að skipulagningu viðburða, námskeiða og kynningarstarfs.
• Kannað verður með að fá rannsóknarnema til að vinna greiningarverkefni á stöðu kvenna í ausfirsku samfélagi með tilliti til atvinnuháttabreytinga, þar yrði farið í skiptingu starfa, skapandi störf og önnur störf sem konur sækja að öllu jöfnu meira í en karlar (mikilvægt að jafna kynjahalla á svæðinu).
• Gefið verði út kvennablað um austfirskar konur, sbr. blað á Vestfjörðum, unnið í samstarfi við Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða.  Áætlað er að blaðið verði gefið út í lok árs 2007.


Hvatningarverðlaun


Fyrstu hvatningarverðlaun TAKs voru veitt í fyrra. Verðlaunin eru veitt konu á Austurlandi sem talin er hafa sýnt frumkvæði og áræðni í atvinnulífi, menningu og samfélagi. Þórdís Bergsdóttir, framkvæmdastjóri Ullarvinnslu frú Láru hlaut verðlaunin.


 

Önnur verkefni


Sérblað Austurgluggans:  Sérstakt kvennablað um austfirskar konur var gefið út af Austurglugganum í samstarfi við TAK í tilefni kvennadagsins 24.október. 

 

 


Ég þakka stjórninni fyrir gott og farsælt samstarf á liðnu ári og óska TAK velfarnaðar á nýju starfsári. Megi TAK eflast og verða enn virkara á komandi árum.


Katla Steinsson
___________________________
Formaður Tengslanets Austfirskra Kvenna, TAK.