Ársskýrslur
Skýrsla stjórnar fyrir starfsárið 2008- 2009
Skýrsla stjórnar fyrir starfsárið 2008- 2009
Stjórnarfundir frá síðasta aðalfundi voru 17 talsins, flestir haldnir á þriðjudagsmorgnum milli 08:00 og 09:00. Á fundunum var rætt almennt um starfið, verkefni sem voru framundan og skipulagningu þeirra. Einnig ræddum við um málefni líðandi stundar og fórum í hugarflug með það að markmiði að efla og styrkja Tak-ið. Það er óhætt að segja að fundirnir hafi verið markvissir og skemmtilegir. Mikil gróska var í starfinu og í upphafi lögð áhersla á félagaöflun.
Auglýsingar birtust í Dagskránni vikulega frá lok september til áramóta með slagorðum eins og:
- - Fiskvinnslukonur og forstjórar
- - Húsfreyjur og hafmeyjur
- - Listakonur og læknar
- - Ræstitæknar og ráðherrar
- - Tak fyrir allar konur !
Einnig var útbúin kynningar “pési” í byrjun maí 2009 með upplýsingum um Tak-ið. Var honum útbýtt fyrst laugardaginn 9. maí á hönnunar og handverkshátiðinni á Djúpavogi.
Maí 2008
Fimmtudaginn 15. maí fóru um 20 konur í Alþingisheimsókn til Reykjavíkur. Við spásseruðum um miðbæinn, snæddum danskt smörrebröd á Jómfrúnni, heimsóktum Alþingi og fylgdumst með umræðu af pöllunum, heimsóttum KRAUM, listahús kvenna í miðbænum og enduðum í móttöku og glæsilegum veitingum hjá Alþingskonum.
Júní, júlí og ágúst 2008
Ekkert starf fór fram yfir sumarmánuðina fyrir utan 1 stjórnarfund og golfnámskeið.
September 2008
Miðvikudaginn 28. maí: Heimsókn til Alcoa – Fjarðaráls í Reyðarfirði og var þátttaka mjög góð hjá TAK komum, eða um 60 konur. Erna Indriðadóttir, kynningarfulltrúi kynnti starfsemi Alcoa og boðið var uppá léttar veitingar.
Október 2008
Heimsókn mánaðarins var áætluð í Búland á Norfirði, þann 29. október. Ekki náðist þátttaka og féll sú heimsókn niður.
Nóvember 2008
Miðvikudaginn 26. nóvember sl bauð Þróunarfélag Austurlands okkur í heimsókn í húsakynni sín á Egilsstöðum. Björk Sigurgeirsdóttir framkvæmdastjóri Vaxtarsamnings og verkefnastjóri hjá ÞFA kynnti okkur starfsemi félagsins, helstu verkefni og framtíðarsýn. Hún fór einnig yfir hlutverk Vaxtarsamnings og tækifæri tengd honum.
Desember 2008
5.des. fórum við að Skriðuklaustri. Halldóra Tómasdóttir hjá Skriðuklaustri og Elísabet Þorsteinsdóttir tóku á móti TAK konum og kynntu starfsemi Skriðuklausturs og Klausturkaffis. Að því loknu var farið í Jólaföstuhlaðborð hjá Klausturkaffi.
Alcoa veitti Tak-inu styrk að upphæð 350.000 til rannsóknar á stöðu kvenna á Austurlandi
Janúar 2009
Þriðjudaginn 13. janúar var haldið Kósý kvöld og kynningarfundur TAK á Hótel Höfn, Hornarfirði í samvinnu við Kvennfélagasambandi Íslands. Um 90 konur mættu á fundinn sem var framar björtustu vonum. Björk og Auður Anna kynntu starfsemi TAK við góðar undirtektir.
Í framhaldi af þessum velheppnaða Kósý kvöldi var ákveðið að halda þau víða og var fyrsti fundurinn haldinn á Hótel Héraði miðvikudagskvöldið 28. janúar. Um 25 konur mættu og létu óskir sínar og hugmyndir í ljós og afraksturinn varð fjölbreyttur og spennandi gagnabanki fyrir stjórn TAK að vinna úr. Ákveðið var að bjóða reglulega upp á kósíkvöld til að efla tengslin og heyra betur í félagskonum.
Febrúar 2009
Málþingið Austurland og ESB var haldið á Hótel Héraði, Egilsstöðum laugardaginn 21. febrúar sl.
Katrín Júlíusdóttir, Vigdís Sveinbjörnsdóttir, Arnbjörg Sveinsdóttir og Andrés Pétursson veltu þar upp ýmsum hliðum um kosti og galla aðildar Íslands að ESB, um byggðastefnu Evrópusambandsins, möguleg áhrif á landbúnað og landsbyggðina, sjávarútveg, auðlindir og kosti þess að sjá evruna í stað krónunnar .
Mættu um 30 manns úr ýmsum geirum atvinnulífsins og voru nokkrir þeirra búnir að sitja námskeið hjá Andrési Péturssyni um Evrópusambandið sem haldið var á föstudeginum og laugardeginum í Þekkingarneti Austurlands. Mjög skiptar skoðanir voru á málefninu eins og við var að búast og héldu rökræður áfram yfir konudagsmat og ljúfum tónum fram á kvöld.
26. ferbrúar var boðið til Kósý kvölds og kynningarfundar á Fjarðarhóteli Reyðarfirði en því miður mættu engar konur.
Mars 2009
24. mars var boðið uppá Golf kennslu í nýju Golfsmiðjunni í Fellabæ, skemmtu 10 konur sér konunglega við þá íþrótt.
Maí 2009
Húsfyllir var á hönnunar-, handverks- og listahátíðinni sem haldin var á Hótel Framtíð, Djúpavogi laugardaginn 9. maí sl. Þar voru saman komnar konur frá nánast öllum bæjarfélögum á Austurlandi og sýndu og kynntu sína framleiðslu, allt frá leðri til tónlistar. Mjög áhugavert var að heyra konur segja frá sér og sínum hugmyndum og óhætt er að segja að nokkrir básar hafi verið orðnir frekar tómlegir í lok dags vegna mikils áhuga
Tak konur mánaðarins hafa verið:
- Rithöfundurinn, Rannveig Þórhallsdóttir
- Dansdívan, Sigrún Hólm Þórleifsdóttir
- Náttúruunnandinn, Jónína Zophoníasdóttir
- Hönnuðurinn og handverkskonan,
- Ágústa Margrét Arnardóttir
- Rafvirkinn, Þuríður Ragnheiður Sigurjónsdóttir
Hvatningarverðlaun
Fyrstu hvatningarverðlaun TAKs voru veitt árið 2007. Verðlaunin eru veitt konu á Austurlandi sem talin er hafa sýnt frumkvæði og áræðni í atvinnulífi, menningu og samfélagi. Þórdís Bergsdóttir, framkvæmdastjóri Ullarvinnslu frú Láru hlaut fyrstu verðlaunin og í fyrra hlaut þau Kristín Scheving fyrir verkefnið 700.is
TAK tengslanet austfiskra kvenna
Rekstrarreikningur
01.01.2008-31.12.2008
Gjöld:
-
Auglýsingar í prentmiðlum 118.965 kr.
-
Auglýsingar í útvarpi 8.448 kr.
-
Vefhýsing og gagnavinnsla 114.369 kr.
-
Lénið árgjald 7.918 kr.
-
Uppfærsla á vef 101.819 kr.
-
Fundarkostnaður 47.900 kr.
-
Kostnaður v. námskeiðs 71.000 kr.
-
Kostnaður v. vorferðar 35.760 kr.
-
Fjármagnsskattur 3.308 kr.
Gjöld alls: 509.487 kr.
Tekjur:
-
Félagsgjöld. 209.005 kr.
-
Styrkur v.vaxtasamnings 450.000 kr.
-
Vextir 33.088 kr.
Tekjur alls: 696.467 kr.
Rekstrarafkoma 186.982 kr.
Fært frá fyrra ári 534.997 kr.
Eign 31.12.2008 samtals: 721.979 kr