logo stort

Tengslanet austfirskra kvenna - T.A.K.  - eru samtök kvenna á Austurlandi. Hlutverk þess er að sameina konur á Austurlandi, efla samstöðu þeirra, þekkingu og samstarf. Með samtakamætti T.A.K. er unnt að styrkja hagsmuni kvenna og efla konur persónulega og á hverjum þeim vettvangi sem þær kjósa, eða hafa kosið að hasla sér völl. Skráið ykkur í T.A.K og takið þátt í skemmtilegum félagsskap ! Allar konur velkomnar!

Innskráning

strik

Fundargerðir stjórnar

6.desember 2011

Fundur í stjórn TAK þriðjudaginn 6. desember 2011 að Dalskógum 5, Egilsstöðum.

 

Fundinn sitja Rannveig Þórhallsdóttir,  Þorbjörg Gunnarsdóttir, Hrönn Jakobsdóttir, Stefanía Kristinsdóttir og Unnur Óskarsdóttir.

  1. Viðburðir framundan, Rannveig formaður hefur sótt um styrki vegna kvennaráðstefnu. Einnig hefur hún sótt um vegna upp úr skúffunum í Vaxtasamning. Námskeið fyrir konur í stjórnun, Stefanía upplýsir okkur um að KPMG hefur verið að halda samskonar námskeið og ætlar Stefanía að heyra í forsvarsmönnum námskeiða þar hvort hægt verði að halda sameiginlegt námskeið fyrir konur á vegum TAK og KPMG, við ætlum að auglýsa  námskeiðið í námsvísi ÞNA. Desember viðburður fellur sjálfkrafa niður þar sem margir kvennahittingar hafa verið í haust á svipuðum nótum og við hugsuðum okkur. Hugsanlega verðum við með góugleði þegar líður á góu.
  2. Kona mánaðarins valin eins og venja er, kona mánaðarins er Erla Jónsdóttir hjá Starfa. Rannveig mun hafa samband við hana.
  3. Styrkir. Upp úr skúffunum er á sínu róli, Stefanía mun hafa samband við fólk á listanum fyrir 15. janúar.
  4. Ýmis önnur mál: árshátíð okkar komi til á nýju ári, tillögur um það sem við röðum á viðburðardagatal fyrir vorönn, útivistardagur á nýju ári, góugleði 24. febrúar þar sem við leikum okkur saman og eigum góða stund á góðum stað. Nokkrar tillögur féllu um það sem okkur langar að gera og hvar við getum verið.  Tillögur um að búa til lista yfir konur sem hægt verði að sækja til okkar ef einhver þarf að fá kynningar af einhverju tagi. Einnig að gera lista yfir skrif kvenna, lista yfir konur sem geta verið með einhverjar kynningar,  lista yfir konur sem eru í stjórnum og eru til í að taka sæti í stjórnum félaga. Heyra þarf Tótu varðandi heimasíðuna. Skoða þarf skráningar kvenna í TAK og hvernig það berst til okkar í stjórn. Næsti fundur ákveðin  þann 3. janúar.
Fleira ekki tekið fyrir fundinn ritaði Unnur Óskarsdóttir.