Fundargerðir stjórnar
7. febrúar 2012
Stjórnarfundur hjá TAK þriðjudaginn 7. febrúar 2012, að Mánatröð 3, Egilsstöðum.
Fundinn sátu Rannveig, Stefanía, Unnur, Þorbjörg og Hrönn.
1. Viðburðir framundan: Góugleði í febrúar, við leggjum til að föstudag 17. febrúar verði blásið til Góugleði meðal kvenna í Tak. Gleðin mun fara fram á Egilsstöðum þar munu konur kynna sig og sín fyrirtæki, seldur verður léttur kvöldverður á Hótel Héraði. Stefanía tekur að sér að tala við Auði Ingólfs á hótel Héraði og Kötlu sem er í forsvari fyrir verslunareigendur á Egilsstöðum.
2. Kona mánaðarins, er að þessu sinni Halldóra Malin Pétursdóttir.
3. Heimasíða félagsins rædd. Ætlum að athuga hvort hægt er að einfalda hana. Setja á fund með Þórunni Hálfdánar um heimasíðuna og skoða í samráði við hana hvað er hægt að gera.
4. Styrkumsóknir, Rannveig og Stefanía ætla að skoða málin.
5. Kvennablað Glettings, Stefanía segir frá gangi mála í því verkefni. Stefnt er á að allar greinar verði komnar í hús og þá er að lesa yfir, Rannveig, Stefanía og Þorbjörg hyggjast taka það að sér. Rætt um forsíðu, Stefanía tekur að sér að tala við listakonur á Egilsstöðum um það mál. Stefnt er að útgáfu í mars eins og áður.
6. Önnur mál: ýmislegt rætt, svo sem aðalfundur í maí, verður hugsanlega haldin á Seyðisfirði.
7. Næsti fundur fimmtudagur 17. febrúar á Egilsstöðum.
8. Fleira ekki tekið fyrir.
Fundargerð ritaði Unnur Óskarsdóttir.