logo stort

Tengslanet austfirskra kvenna - T.A.K.  - eru samtök kvenna á Austurlandi. Hlutverk þess er að sameina konur á Austurlandi, efla samstöðu þeirra, þekkingu og samstarf. Með samtakamætti T.A.K. er unnt að styrkja hagsmuni kvenna og efla konur persónulega og á hverjum þeim vettvangi sem þær kjósa, eða hafa kosið að hasla sér völl. Skráið ykkur í T.A.K og takið þátt í skemmtilegum félagsskap ! Allar konur velkomnar!

Innskráning

strik

Fundargerðir stjórnar

7. febrúar 2012

Stjórnarfundur hjá TAK þriðjudaginn 7. febrúar 2012, að Mánatröð 3, Egilsstöðum.

Fundinn sátu Rannveig, Stefanía, Unnur, Þorbjörg og Hrönn.

1. Viðburðir framundan: Góugleði í febrúar, við leggjum til að föstudag 17. febrúar verði blásið til Góugleði meðal kvenna í Tak. Gleðin mun fara fram á Egilsstöðum þar munu konur kynna sig og sín fyrirtæki, seldur verður léttur kvöldverður á Hótel Héraði. Stefanía tekur að sér að tala við Auði Ingólfs á hótel Héraði og Kötlu sem er í forsvari fyrir verslunareigendur á Egilsstöðum.

2. Kona mánaðarins, er að þessu sinni Halldóra Malin Pétursdóttir.

3. Heimasíða félagsins rædd. Ætlum að athuga hvort hægt er að einfalda hana. Setja á fund með Þórunni Hálfdánar um heimasíðuna og skoða í samráði við hana hvað er hægt að gera.

4. Styrkumsóknir, Rannveig og Stefanía ætla að skoða málin.

5. Kvennablað Glettings, Stefanía segir frá gangi mála í því verkefni. Stefnt er á að allar greinar verði komnar í hús og þá er að lesa yfir, Rannveig, Stefanía og Þorbjörg hyggjast taka það að sér. Rætt um forsíðu, Stefanía tekur að sér að tala við listakonur á Egilsstöðum um það mál. Stefnt er að útgáfu í mars eins og áður.

6. Önnur mál: ýmislegt rætt, svo sem aðalfundur í maí, verður hugsanlega haldin á Seyðisfirði.

7. Næsti fundur fimmtudagur 17. febrúar á Egilsstöðum.

8. Fleira ekki tekið fyrir.

Fundargerð ritaði Unnur Óskarsdóttir.