Fundargerðir stjórnar
12. mars 2012
Stjórnarfundur hjá TAK 12. mars 2012, að Botnahlíð 35 Seyðisfirði.
Fundinn sátu Rannveig, Stefanía, Unnur, Þorbjörg og Hrönn.
1. Viðburðir framundan. Námskeiðið fyrir konur sem vilja bjóða sig fram í stjórnir er fyrirhugað 21. og 28. mars, auk staðarlotu og útskriftar eftir páska. Einhverjar skráningar eru komnar og mikil umfjöllun hefur verið í fjölmiðlum um þessa lagabreytingu. Aðalfundur TAK er framundan, stefnt á að halda aðalfund miðvikudaginn 23. maí . Rætt um handhafa hvatningarverðlauna TAK 2012. Aðalfundur verður haldinn þar sem handhafi býr.
2. Breytingar verða í stjórn þar sem Rannveig gefur ekki kost á sér sem formaður áfram. Tvær konur hafa verið í stjórn í tvö ár. Tryggja þarf framboð nýrra kvenna í stjórn. Skoða þarf þessi mál vel og kanna áhuga á framboðum.
3. Kvennablað TAK, Stefanía fer yfir stöðu greina í kvennablaðið, verið er að lesa yfir greinar og eru þær flestar tilbúnar til uppsetningar. Þá les Stefanía fyrir okkur ljóð sem borist hafa í blaðið. Flestar greinar eru tilbúnar í umbrot og nú tekur Ingunn við og gerir allt klárt í prentun. Búið er að bera efnisyfirlitið undir stjórn Glettings.
4. Kona mánaðarins, er Magdalena Aneta Marcjaniak.
5. Önnur mál: styrkumsóknir ræddar, sótt um styrk til Alcoa í námskeiðið um konur í stjórnir.
Næsti fundur þriðjudaginn 17. apríl kl 18:00 hjá Stefaníu.
Fundargerð ritaði Unnur Óskarsdóttir.