logo stort

Tengslanet austfirskra kvenna - T.A.K.  - eru samtök kvenna á Austurlandi. Hlutverk þess er að sameina konur á Austurlandi, efla samstöðu þeirra, þekkingu og samstarf. Með samtakamætti T.A.K. er unnt að styrkja hagsmuni kvenna og efla konur persónulega og á hverjum þeim vettvangi sem þær kjósa, eða hafa kosið að hasla sér völl. Skráið ykkur í T.A.K og takið þátt í skemmtilegum félagsskap ! Allar konur velkomnar!

Innskráning

strik

Fundargerðir stjórnar

18. apríl 2012

Stjórnarfundur hjá TAK 18. apríl 2012, að Dynskógum 5 Egilsstöðum.

Fundinn sátu Rannveig, Stefanía, Unnur, Þorbjörg og Hrönn.

 

1. Viðburðir framundan, aðalfundur verður haldin 23.05.2012 á Seyðisfirði. Unnur ræðir við hótelstjóra á Seyðisfirði um fyrirhugaðan dag og tímasetningu. Rannveig sendir út á netið óskir til TAK-kvenna um að gefa sig fram í stjórn. Power Point skjal er til um Aðalfund. Við ræðum dagskrá, Hvatningaverðlaun og ætlar Rannveig að hafa samband við þá konu sem valin hefur verið til að taka við Hvatningaverðlaunum TAK þetta árið. Þorbjörg segir okkur frá stöðu reikninga sem er mjög góð, enda hefur verið sparað í auglýsingum á árinu. Þá gerir Þorbjörg ársreikninga tilbúna fyrir endurskoðendur. Rannveig auglýsir aðalfund. Ræða þarf við konur á Seyðisfirði um að taka að sér fundarstjórn og fundaritara. Unnur og Rannveig taka það að sér.

2. Breytingar verða í stjórn þar sem Rannveig gefur ekki kost á sér sem formaður áfram. Unnur gefur ekki kost á sér aftur, getur þó hugsað sér að vera varamaður.

3. Kona mánaðarins, er 16 frá þeirri sem var valin á síðasta fundi.

4. Kvennablað TAK, Stefanía sýnir okkur fallega forsíðu og við höfum kost á að skoða allt sem komið er. Stefnt er að útgáfu í maí í tengslum við Aðalfund.

5. Drög að samningi um viðhald heimasíðu við Þórunni Hálfdánar. Rannveig tekur að sér að lista upp það sem okkur finst að þurfi að gera og laga og hefur samband við Þórunni aftur.

6. Útskrift á morgun miðvikudag 19. apríl á námskeiðinu Konur í stjórnir.

7. Önnur mál, rætt er um fyrirhugaða gönguferð í júní. Ætlunin er að fara í Skálanes á Seyðisfirði. Leiðtoganámskeið á næsta hausti rætt aðeins. TAK-kynningin sem til er, Rannveig finnur hana og sendir Unni sem ætlar að fara yfir hana og uppfæra ef þörf er á.

Næsti fundur, stjórn hittist fyrir aðalfund miðvikudag 23. maí næstkomandi á Seyðisfirði.

Fleira ekki tekið fyrir og farið í pottinn.

Fundargerð ritaði Unnur Óskarsdóttir.