Fundargerðir stjórnar
Stjórnarfundur TAK 20. ágúst 2012
Mættar: Hrönn, Þorbjörg, Anna , Stefanía og Unnur
Dagskrá:
- Gönguferð í Skálanes
- Skipan í stjórn
- Heimasíðan
- Kona mánaðarins
- Vetrarstarfið
- Önnur mál
Skipan í stjórn, Stefanía sagði af sér sem formaður sökum þess að hún er að taka að sér ritstjórn „Austurlands“ vikublað Hrönn samþykkti að taka starfið að sér og Stefanía tók að sér að vera ritari. Kristborg sagði sig úr stjórninni sökum anna og Unnur samþykkti að koma inn í stjórn í hennar stað.
Heimasíða. Þorbjörg tók að sér að heyra í Þórunni með að koma upp heimasíðunni hið fyrsta en Þórunn kynnti síðuna á síðasta aðalfundi. Anna og Hrönn munu setja sig í samband við Þórunni um að læra á heimasíðuna og sömuleiðis Facebook síðu TAK.
Mikilvægt að gera eitthvað saman - bara fyrir félagsmenn
Vetrarstarfið:
- Send fyrirspurn á Skálanes, um að fá mat og gistingu föstudaginn 31. ágúst 2012. Upp kom hugmynd frá „Hundur í óskilum“ í heimsókn um kvöldið. Fyrirtækjaheimsókn í Silfurhöllina í upphafi ferðar. Sjósund á Skálanes. Keyra í Skálanes og labba á laugardaginn. Anna sér um að senda út auglýsingu - fjöldapóst, á heimasíðu og facebook.
- Kona mánaðarins: Halda áfram með það verkefni - mögulegt samstarf við „Austurland“/Austurgluggann - þegar samstarf þar á milli. Talan var 36 - fundin síðasta kona og talið niður frá henni.
- Virkja facebooksíðuna, Anna vinnur í facebooksíðunni og með Hrönn í heimasíðunni, Er hægt að vera bæði með opinbera síðu og hóp (sem er lokuð) - Ákveðið að hafa hvort tveggja.
- Opinn félagsfundur í október á Reyðarfirði - mætti halda námskeið í tengslum við almennan félagsfund. Halda á Reyðarfirði, reyna að ná til þess hóps sem eru nýbúar Reyðarfirði. Janne áhuga á að virkja Alcoa í Tengslanetinu. Spurning með göngu í tengslum við fund eða námskeið. Mögulega hægt að fá Hólmgrím með námskeið. Árelía Eydís, Edda Björgvinsd. og Sigríður Klingenberg.
- „Úr sófanum og á toppinn“ - fara auðveldar leiðir til að byrja með og enda með miðnæturgöngu á Snæfell í júní 2013 - Aðalfundur í Snæfellsskála? Ein ganga á mánuði. Hrönn hefur forgöngu um að skipuleggja göngurnar.
- Konur í stjórnir: Útbúa bækling og setja upp grunn á heimasíðunni. Fara í markaðsetningu gagnvart fyrirtækjum. Stefanía vinnur áætlun um það. Anna kannar með aðgengi og framsetningu á heimasíðu. Sækja um í VAXA.
- September - október: Jóga á Hallormsstað. Spa komið bæði á Hallormsstað og Borgarfjörð. Húsmæðraorlof. Hrönn og Unnur útfæra þessa hugmynd.
- Námskeið í október - Framkomu og tjáningar ofl. Kostar 120 þúsund + ferðir fyrir klukkutíma fyrirlestur. Væri í lagi fyrir heildags námskeið Anna og Hrönn kanna með þetta námskeið. Í byrjun nóvember
- Nóvember : Fyrirtækjaheimsókn í Alcoa í nóvember. Janne tekur á móti öllum o.s.frv. Anna og Hrönn sjá um það í samstarfi við Alcoa. Almennur félagsfundur í Molanum. Hilmar sem leiðsögumaður.
- Lok nóv eða byrjun des: Menningarferð á Akureyri - tónleikar í Hofi, tilboð í gistingu. Stefanía og Þorbjörg kanna það.
Mætti segja frá kvennadekri á Austurlandi - setja upp á heimasíðunni.
Þarf að uppfæra netfangalista. Væri gott að senda öllum konum bréf í sniglapósti og biðja þær um að senda uppfærðar upplýsingar til stjórnar. Þorbjörg og Hrönn munu fara yfir listann og finna heimilisföng. Stefanía hendir upp drögum að bréfi sem verður sent með sniglapósti. Setja í bréfið , tengiliði, vetrardagskrá, konur í stjórnir o.s.frv. Tengiliðir Hrönn og Þorbjörg. Segja frá hverjir eru í stjórn. Þorbjörg handskrifar utan á bréfin og kaupir umslög og frímerki.
Stefanía G. Kristinsdóttir ritaði fundargerð.