logo stort

Tengslanet austfirskra kvenna - T.A.K.  - eru samtök kvenna á Austurlandi. Hlutverk þess er að sameina konur á Austurlandi, efla samstöðu þeirra, þekkingu og samstarf. Með samtakamætti T.A.K. er unnt að styrkja hagsmuni kvenna og efla konur persónulega og á hverjum þeim vettvangi sem þær kjósa, eða hafa kosið að hasla sér völl. Skráið ykkur í T.A.K og takið þátt í skemmtilegum félagsskap ! Allar konur velkomnar!

Innskráning

strik

Fundargerðir stjórnar

Stjórnarfundur 18. febrúar 2013

Mættar: Þorbjörg, Hrönn, Stefanía og Anna.

Dagskrá:

  1. 1.Konur í stjórnir
  2. 2.Fyrirtækjaheimsókn Alcoa
  3. 3.Tillaga, TAK heldur spilakvöld ( kennsla á Kínaskák spilað með 3 stokka)
  4. 4.Önnur mál

Konur í stjórnir: Haldnir fundir, fáar konur komnar inn á vefinn en til stendur að ýta á eftir konum að setja inn upplýsingar (Stefanía gerir) og hafa í kjölfarið samband við fyrirtæki og kynna heimasíðuna. Spurning að halda eitt námskeið í viðbót og þá niður á fjörðum. Væri hægt að hvetja Austurbrú til að halda námskeið fyrir stjórnarmenn og hvetja konur til að taka þátt í því.   KPMG er að bjóða upp á ráðgjöf til fyrirtækja um aðgerðir og breytingar á samþykktum.

Tengsl við Félag kvenna í atvinnulífinu. Þorbjörg hafði samband en hefur ekkert heyrt. Anna ætlar að kanna málið þegar hún fer á ráðstefnu hjá félaginu á Akureyra.

Fyrirtækjaheimsókn Alcoa-Fjarðaál: Í apríl 4 eða 11 apríl.   Anna vinnur áfram þ.e. hvor dagsetningin hentar betur þ.e. hvort Janne getur mætt. Þórður Valdimarsson sem sér um viðhaldsteymið hjá Alcoa og ætlar að tala um jafnréttismál. Nokkur önnur nöfn sem gætu komið inn í dagskránna.

Viðburðir:

  • Kínaskák á Egilsstöðum fimmtudaginn 26 febrúar. Hótel Héraði - Héraðsdætur syngja eitt til tvö lög. Hrönn talar við Margréti Láru.
  • Sagnakvöld í mars í Tanga á Fáskrúðsfirði - tala við Beggu varðandi þriðjudaginn 12 mars kl. 20.
  • Aðalfundur seinnipartinn í maí (27-31) á Eskifirði. Fjarðadætur ofl. Ræða frekar síðast.
  • Slútt stjórnar í maí í Skálanes. Unnur skipuleggur dag og dagskrá. (24.-25. maí)

Kona mánaðarins: Þórdís Bergsdóttir á Seyðisfirði. Þetta netfang er varið fyrir ruslpósti. Þú þarft að virkja Javascript til að sjá það.">Þetta netfang er varið fyrir ruslpósti. Þú þarft að virkja Javascript til að sjá það.

Önnur mál:

  • Næsti stjórnarfundur á Sumarlínu kl. 18. Bjóða Beggu með okkur í mat áður en við förum í Tanga.
  • Skoða hvort TAK getur staðið fyrir kynningu á konum stjórnmálum þ.e. á listum flokkana. Hugmyndin rædd frekar á næsta stjórnarfundi.