logo stort

Tengslanet austfirskra kvenna - T.A.K.  - eru samtök kvenna á Austurlandi. Hlutverk þess er að sameina konur á Austurlandi, efla samstöðu þeirra, þekkingu og samstarf. Með samtakamætti T.A.K. er unnt að styrkja hagsmuni kvenna og efla konur persónulega og á hverjum þeim vettvangi sem þær kjósa, eða hafa kosið að hasla sér völl. Skráið ykkur í T.A.K og takið þátt í skemmtilegum félagsskap ! Allar konur velkomnar!

Innskráning

strik

Fundargerðir stjórnar

Stjórnarfundur 12. mars 2013

Stjórn TAKs hélt stjórnarfund á Kaffi Sumarlínu 12. mars kl. 18:30.

 

Mættar voru: Anna Björk, Hrönn og Þorbjörg. Stefanía kom rétt fyrir kl. 19:00. Gestir voru Elinóra Guðjónsdóttir og Berglind Agnarsdóttir. Einnig kom Unnur Birna Karlsdóttir með Stefaníu.

 

Formaður setti fund.

  1. Mál: kvöldið í kvöld – stjórn vonast til að sjá sem flestar félagskonur mæta.
  2. Mál: Alcoa heimsókn. 4. apríl er laus – vantar staðfestingu frá Janne. Þarf að auglýsa sem fyrst. Nauðsynlegt verður að skrá sig vegna veitinga.
  3. Mál: önnur mál. Elinóra sagði frá sér – hún hefur setið í stjórn Kaupfélags Fáskrúðsfjarðar KFFB lengi og verið eina konan þar. Hún er Reykvíkingur en hefur verið bóndi á Vattarnesi í mörg ár.
  4. Mál: kona mánaðarins. Berglind dró nafn úr boxinu góða og upp kom Hulda Dagbjört Jónasdóttir.

 

Fleira var ekki á dagskrá fundarins en ýmislegt spjallað meðan við nutum góðra veitinga á Kaffi Sumarlínu. Þaðan var farið í Tanga, sem Kaupfélag Fáskrúðsfjarðar hefur gert upp af miklum myndarskap. Tangi var fyrsta verslunarhús KFFB, byggt árið 1895 af Carli D. Tulinius.

Berglind Agnarsdóttir sýndi okkur húsið og sagði frá sögu þess, auk ýmissa skemmtilegra sagna frá Fáskrúðsfirði o.fl.